Rökkur - 01.09.1926, Page 50

Rökkur - 01.09.1926, Page 50
48 öxlunum aftur Vesturríkjahugrekkið lifnaði enn á ný. Þetta kæruleysi um afleiðingar, þegar örðugleika varð að sigra, vaknaði á ný. Það kveikti í honum. Hann leit á úrið sitt. Hann mundi hvenær næsta lestin átti að fara. Og hann sagði við sjálfan sig, hátt og heilaglega: »Eg kæri mig kollóttan um lögin. Það má ekki krossfesta drenginn. Eg sendi henni helmingi meiri peninga, fimm sinnum meiri, alt, sem hún vill, en eg tek strákinn vestur með mér. Hún getur komið á eftir, ef hana langar til. En eg mun skrifa samning, lífsreglur, fyrir hana, sem hún verður að skrifa undir og lifa eftir, ef hún viil þar vera.« Hann stóð hugsi um stund. Svo brosti hann. »Hún kemur. Hún verður að hafa einhvern til að jagast við.« Hann opnaði hliðið og gekk hvatlega í áttina til viðarskúrsins. —

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.