Rökkur - 01.09.1926, Page 53
Grydingslund.
(Sögukorn frá Ameriku.)
Guðmundur var nafnið, sem hann
hlaut í skírninni. Hann var fæddur í
smákaupstað á Norðurlandi. Foreldrar
hans voru efuaðir og í uppvextinum
skorti hann aldrei neitt. Hann átti aldrei
við neitt að striða á þeim árum. Upp-
eldi hans fór því ekki í þá átt, að móta
viljaþrek hans og skapfestu. Allir, nema
hann sjálfur, reyndu að ýta honum upp
framtiðarfjall lífs hans. Og árangurinn
varð sá, að hann hrapaði æ lengra
niður fjallið. Hann lenti í ýmsu, sem
miðaði að því, að drepa í honum dug-
inn. í*að er löng saga, og hún verður
eigi hér sögð. En allir, og hann sjálfur,
mistu að lokum trúna á, að það yrði
maður úr honum. Loksins lenti hann
vestur í Bandarikjum. Þegar þetta sögu-
korn gerðist, hafði hann verið vestra