Rökkur - 01.09.1926, Side 54

Rökkur - 01.09.1926, Side 54
52 nokkur ár. Honum hafði gengið upp og niður, eins og gengur. En hann hafði unnið — ekki að staðaldri í fyrstu — en annað veifið samt — og hann hafði stnáharðnað. Smám saman mótaðist í honum þrek eigi lítið. Það grundvallað- ist á þeirri löngun, að sýna félögum sínum, að hann — íslendingurinn — gæti rækt störf sín eins vel og þeir — gæti komið þannig fram yfirleitt, að þeir virtu íslendingsheitið, sem hann bar. Og hann fékk orð á sig fyrir áreiðan- leik og drengskap. Nú hafði hann unnið að staðaldri all-íengi — og á sama stað, því nú var hann kvæntur maður. Hann reyndist konu sinni vel og hún honum. Loks gekk alt eins og í sögu tyrir honum. En eitthvað fanst honum á vanta. Hann átti við ýmsa erfiðleika að stríða, en hann vann sigur í stríðinu við þá. Maðurinn í honum var að mótast. Og loks fanst honum, að hlutverk hans í dagiegu lífi veitti honum eigi nægileg tækifæri til þess að neyta krafta sinna. Og svo datt það á stundum i hann, að

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.