Rökkur - 01.09.1926, Page 57

Rökkur - 01.09.1926, Page 57
55 um gluggann. Guðmundur sat þungt hugsi á stól hjá vöggunni. Barnunginn svaf. — Guðmundur hafði deilt við konu sína í fyrsta sinni. Hún vildi leita sér vinnu. Hann vissi að það var al- gengt í Ameríku, ef nauðsyn bar til. En hann gat ekki felt sig við þá til- hugsun. AUar beiskjnhugsanir hans urðu undirrót reiðiorða. Kona hans skildi hann — einnig þá. Hún var sjálfstæð í lund, eins og titt er um amerískar konur. En þó hún væri fastákveðin í að hafa sitt mál fram, rættist ekki úr, ákvað hún að vinna hann á sitt mál með lagi. Hún strauk hár hans hlýlega. »En — ef þú kemst ekki að, þegar þeir fara að höggva í íshúsin? — Við höfum ekki dagsforða — og drengurinn verður þó að —«. »Eg veit það. En mundir þú hepnari? Er þér Ijóst, að það er margfalt meira lýjandi að leita vinnu en að vinna — undir drep? Og drengurinn getur ekki án þín verið. Kannske morgundagurinn færi —«.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.