Rökkur - 01.09.1926, Page 60

Rökkur - 01.09.1926, Page 60
58 Sam kinkaði kolli til þeirra og brosti til barnungans, er svaf í vöggunni. Svo fór hann. Guðmundur þrýsti konu sinni að sér. Augu beggja voru rök. — Þau voru ung og lífið var aftur fagurt í augum þeirra. En Sam stóð um stund á gótunni og starði upp í gluggann þeirra. Hugur hans fló tvo tugi ára aftur i timann, þegar hann sjálfur hafði átt heima í litlu íbúðinni, sem hann nú hafði fært yl og birtu mannkærleikaus inn í. — Hann leit þar unga konu og lítið svein- barn í vöggu — sem köld hendi dauð- ans hafði kipt í burtu frá honum. Og einnig augu Gyðingsins voru rök og undarlegt samband hrygðar og gleði í hug hans. Askell.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.