Rökkur - 01.09.1926, Page 69

Rökkur - 01.09.1926, Page 69
67 Slíkir eru söngvar þínir og eg skil þá svo undur vel; þeir bergmála í brjósti mínu. Eg er líka fangi með fjötur um fót, jarðbundinn, »frosinn og má ei losast«. Allir menn eru fangar, fjötraðir ýmsum viðjum, en þyngstir eru hlekk- irnir, sem þeir sjálfir hafa skapað sér. Litli fugl! Eg skil söngva þína, og eg hefi séð sorgina og sársaukann skína úr augum þínum. í dag skaltu verða frjáls á ný. Eg skal kaupa þér frelsi svo að þú getir lyft þér sem fyr um heiðan himin þar sem langt er til lofts og vítt til veggja. Með því að leysa fjötra þína, leysi eg máski einn þáttinn úr fjötrum þeim, sem binda mína eigin sál. Richard Beck.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.