Rökkur - 01.09.1926, Side 74

Rökkur - 01.09.1926, Side 74
72 ans. Dragðu kraft í hverja rót þaðan, sem kraftinn er að fá. Sæktu þangað moldina í garð muna þíns, regnið á rósirnar í garði sálar þinnar, sólskinið. sem opnar brumbnappana á arftrés- greinunum. Sæktu það til hennar móður þinnar, til þíns lands og míns, til íslands. Geymdu hverja minning. Hlúðu að hverri minning. Mundu! Gleymdu ekki. Mundu! Mundu ísiand! Mundu það, þegar stormarnir geysuðu í sínum versta ham, þegar stórhríðin hristi kofann, sem þú varst borinn í og hún móðir þín þrýsti þér að sér, unganum sínum, í angist og heitri bæn. Mundu það, þegar útsynningsbyijirnir þeyttu lil skútunni, manndrápsbollanum, þar sem hann faðir þinn stóð við stýrið, fölur í kinnum, en óttalaus í augum. Mundu það þannig og gleymdu því ekki, að á slíkum stundum mótuðust íslenskar sáiir. Á slíkum stundum hófu isienskar sálir sig upp og ögruðu hamslausu veðrinu.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.