Rökkur - 01.09.1926, Page 80

Rökkur - 01.09.1926, Page 80
78 Leiðin var sigruð, og loks var hann þar. Ljós útfrá gluggunum streymdi. Heima. Nistings frost og haglkeDd hrið heiðarbýlið lemur Eg við gluggann óró bíð uns þú til mín kemur. Eg skal bæinn opna þér inn á pall þér visa. . Gaktu inn á undan mér, eg skal göngin lýsa. Þegar kominn ertu inn af þér leysi’ eg skóna, húfu, kufl og hálsklútinn hengi upp við stóna. Nú er hrausta höndin þín heljarköld mót vana. Brátt mun hlýja mundin mín megna’ að verma hana. Hönd min strýkur hárið frá hvelfdu enni þinu, augun verður sælt að sjá svara brosi minu.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.