Rökkur - 01.09.1926, Blaðsíða 84
82
svo fanst okkur drengjunum. En ung-
inn gat ekki skilið fóstru sína, varð
bara feginn að njóta ylsins og ástríkis
kisu;' en að læra að sjúga, gat hann
ekki.
Er við fluttum, gátum við ekki tekið
öll hænsnin, og móðir mín treysti sér
ekki að fara með hænuna, sem var
með ungana. Lét hún konu þá, sem
keypti kofann af okkur, fá hænuna. Með
kisu og ketlingana fór móðir mín þó.
Var kisa látin í kassa og ketlingarnir
með henni. Man eg, að móðir mín
sagði við konu þá, sem hænuna fékk,
að hún héldi að hún mætti til að fá
ungann bjá henni handa kisu; en þó
varð ekki neitt af því.
Fyrsta kvöldið, er við fórum af stað,
fórum við aðeins fimm mílur. Er við
vöknuðum næsta morgun, var kisa
horfin. Gátum við ekki lagt af sta&
úr áfangastað okkar, annara orsaka
vegna, fyr en um miðjan dag, svo eg var
sendur að leita að kisu, og var hún þá
komin heim og var þar hjá unga sínum.