Rökkur - 01.09.1926, Side 88
86
3iún gat ékki losnað úr, og litlu ung-
arnir biðu hennar með óþreyju. Sýndist
aumingja fuglinn yfirkominn af þreytu,
er eg kom, og þegar hann sá mig, varð
hann auðvitað hræddur. Eg opnaði í
snatri glugga þann sem var yfir skúrn-
um, og vék mér svo til hliðar. Flýtti
svalan sér þá út og rétt eins og datt
ofan um rörgatið á skúrnum, er hún
fór til unganna. Eg hafði borð við
rúmið mitt undir framglugga hússins og
stól við borðið, og settist þar. Eftir
litia stund kemur fuglinn inn til mín og
ílýgur hringinn í kring um höfuðið á
mér, hvern hringinn eftir annan, og
kvakaði svo vingjarnlega og fór svo
út aftur. Var þetta endurtekið hvað
eftir annað um kvöldið. — Eftir þetta
var svalan daglegur gestur inni hjá mér
á kvöldin, þegar eg var einn, en ekki
kom hún væru aðrir hjá mér. — Um
haustið, þegar veður tók að kólna, fór
svalan mín og allir smáfuglarnir i burtu.
En það var dag einn næsta vor, að eg
sat einn inni og var að skrifa, að eg