Rökkur - 01.09.1926, Side 92

Rökkur - 01.09.1926, Side 92
90 Ég var hnokki lííill þegar fundum okkar bar saman. Eg var smali á næsta bæ og var sendur til Þórðar með ljái, sem hann átti að bakka fyrir lánardrottinn sinn. Það var snemma vors. Sól og heið- ur himinn. Andvari af norðri. í austri, norðri og vestri blár fjallahringurinn, en suður undan fjörðurinn með sól- stafa lygnum á milli leiranna. Það var hálífjarað út. Úr högunum kvað við lambajarm og fuglakvak og silung- arnir léku sér í lækjarhyljunum. Þó ungur væri, þá held ég að ég hafi þá þegar haft veikt hugboð um hvers vegna Þórður undi hag sínum á Læk. En mér varð það betur ljóst siðar. f*ar var starfssvið hans, hans heimur. Alt átti sér sína sögu, hver steinn og þúfa. Við alt voru minning- ar knýttar. Á slikum degi mundi ljúft að minnast, kannske ljúft og sárt um leið. Þórður stóð í dyrum úti, þegar ég kom með ljáina, og studdi hönd á

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.