Rökkur - 01.09.1926, Page 94
92
förina — um þverbak — sumarið
áður.
Og nú var leiguliðinn einn og dóttir
hans. Og þvi meir sem heilsu hans
hnignaði, því meir tók hún á sig af
hans störfum. Mér varð þetta og margt
fleira ljóst næstu árin á eftir.
Mér varð það ljóst, að það var ekki
lítið, sem fólst i þessum orðum
Þórðar. Því um sitt eigið líf hugsaði
hann þá. ótal minningar, ljúfar og
sárar, hafa leiftrað fram i hug hans á
þesari stund, alt hið liðna, ljúft og
beiskt, fegurð dagsins og dótturástin, og
kannske hugboð um hvíld fyrr en
varði eftir langa og erfiða æfi. Alt
þetta hafði runnið fram fyrir augu
einyrkjans gamla og út slitna, sem
hafði ræktað sjálfan sig og blett sinn
af alúð alla æfi.
Já, tíminn flýgur. Það átti fyrir mér
að liggja að kynnast barnabörnum
Þórðar á Læk fyrir vestan haf, mann-
vænlegum unglingum, sem þektu af-
ann, sem þá var kominn undir græna