Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 8
88
R Ö K K U R
sig á livað næst mundi gerast,
hafði flugvélin lent á miðjum
rófnaakri Mr. Hodge’s og reif
alt og tætti á 25 metra svæði,
áður en hún staðnæmdist al-
veg.
Sam gamli varð öskuvondur.
Flugvélin var í hundrað metra
fjarlægð eða svo. Hann veifaði
með báðum handleggjum og
æpti:
„Hæ, þú þarna, þú átt ekkert
með að lenda innan um rófurn-
ar hans Mr. Hodge’s!“
I sömu svifum og flugvélin
nam staðar stökk maður út úr
lienni og horfði i kringum sig
snarlega. Hann leit sem snöggv-
ast á Sam Gates og það var eins
og hann væri í óvissu um, hvort
liann ætti að gefa sig á tal við
hann eða sinna flugvélinni. En
hann tók síðari kostinn og
skreið undir flugvélina og ham-
aðist sem mest hann mátti við
að kippa því í lag, sem bilað
hafði.
Sam hafði aldrei séð nokk-
urn mann vinna af öðrum eins
áhuga og kappi. En hann ætlaði
sér nú samt sem áður ekki að
þola annað eins og þetta. Úsvífni
var það, ósvífni á hæsta stígi og
ekkert annað. Sam gekk í áttina
til flugmannsins og svo var
gremja hans mikil, að það lá
við, að liann flýtti sér.
„Hæ, þú þarna. Þú mátt ekki
hafa flugvélargarminn þinn
þarna. Þú hefir rifið upp allar
rófurnar hans Mr. Hodge’s. Það
er laglegt athæfi að tarna.“
Hann átti að eins ófarinn ör-
stuttan spöl að flugvélinni, er
flugmaðurinn sneri sér við
snögglega og miðaði á hann
skammbyssu. Og hann mælti
stuttlega hvellum rómi:
„Tyltu þér, afi gamli! Eg hefi
annað þarfara að gera en rabba
við þig. Ef þú reynir að tefja
mig eða leggur á flótta, þá skýt
eg þig. Skilurðu það?“
Sam horfði á glitrandi byssu-
hlaupið og gapti af undrun.
Hver skyldi trúa öðru eins og
þessu ? Þarna var hann að gegna
daglegum störfum á akri hús-
bónda síns og þessi náungi hótar
að myrða hann! Maðurinn hlaut
að vera hringlandi vitlaus. Nú,
vitanlega færi enginn maður al-
heill á sönsum upp í þessar ár-
ans flugvélar. En það var gott
að lifa á þessum sunnudags-
morgni, þrátt fyrir 69 árin, og
Sam gamli hlýddi og settist
niður milli rófnanna.
Flugmaðurinn var svo önnum
kafinn, að hann gaf Sam litinn
g'aum, en gætti þess að hafa
skammbyssuna við höndina.
Hann vann af kappi. Það var
eins og hann ætti lífið að leysa.
Sam sat og horfði á hann.
Að tíu mínútum liðnum virt-