Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 10

Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 10
90 R O K K U R ur með skammbyssukrílið á lofti. „Ekkert mjálm!“, sagði liann. „Það er brýn nauðsyn, að þú kornir með mér tafarlaust. Sestu þarna í sætið, annars skýt eg þig til bana, eins og hund! Skilurðu?“ Sam gamli var heill heilsu og hafði ekki enn fundið til lífs- leiða. Og það var honum alveg á móti skapi að deyja svo auvirði- legum dauðdaga. Ilmurinn frá grænekrum Norfolkláglendisins fylti vit hans og það var góður ilmur. — Sam sá ekki fram á annað en að hann yrði að yfir- gefa þessar kæru stöðvar, þar sem hann hafði dvalið alla æf- ina. Hann settist í flugvélina, án þess að svara vitfirringnum, en sagði i hálfum liljóðum við sjálfan sig: „Þetta eru laglegar aðfarir að tarna, að fara að fljúga með mig út um alla heima og geima og rófnaekrurnar að eins hálf- grisjaðar.“ Flugmaðurinn reyrði hann við sætið. Nú var sýnt, að hann vildi komast af stað, án frekari tafar. Það lá við, að hann fengi hellu fyrir eyruu, er mótorinn fór af stað. Svo rauk flugvélin áfram og gerði enn frekari usla á rófnaekrunni og svo skaust flugvélin í loft upp. Klukkuna vantaði 20 mínútur í átta. Flugvélin sveif hátt í Iofti yfir rófnaekrunum hans Mr. Hodge’s og stefndi til hafs. Sam dró andann ótt og titt. Hann var dálítið hræddur. „Guð fyrirgefi mér syndir mínar,“ sagði hann í hálfum hljóðum. Þetta var furðulegur atburður og alt hafði gerst af svo mikilli skyndingu, að Sam var ekki enn farinn að átta sig á þessu. Hann þóttist samt vita — óljóst -— að nú ætti hann fyrir höndum að deyja, og rejmdi sem best hann gat að stilla strengi sálarinnar rétt -— vegna þess, sem fram undan hlaut að vera. Hann bað til guðs, sem honum fanst að hlyti að vera honum nálægur, þarna uppi i skýjunum. Upp úr þessu mintist hann þess ósjálf- rátt, að'daginn áður hafði hann fært prestinum í Halversham að gjöf fulla fötu af sniðbaunum. Hann varð allur rólegri, er þetta kom fram í liugann. Það gat þó ekki spilt, að hann hafði sýnt fulltrúa guðs í Halversham þessa hugulsemi. , ' Flugvélin fór hærra og hærra. Sam gat ekki snúið sér við i sætinu og sá að eins haf og him- in. Flugmaðurinn hlaut að vera vitskertur. Um það var Sam al- veg viss. „Að hvaða gagni gæti eg orðið nokkursstaðar annars- staðar en heima?“ spurði hann

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.