Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 14

Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 14
94 R Ö K K U R væri skammarlegt að nota sér það ekki.“ Þvi næst mælti liann á þýsku: „Það er vert að reyna það. Og ef áformið hepnast skal eg sjá um, að yfirherstjórnin fái uín það að vita, og þá verður yður ekki gleymt, Hausemann. Seg'ið Schultz yfir-lautinant, að eg hafi slcipað svo fyrir, að tveir hermenn skuli fara með karlbjálfann í fjarlægari enda skotgrafar nr. 38. Þar eiga þeir að gæta hans, uns fyrirskipun kemur um að liörfa undan — en þá eiga þeir að skjóta hann, en ekki í höfuðið — takið það skýrt fram. Því næst eiga þeir að leggja hann þannig, að and- litið snúi upp.“ Flugmaðurinn kvaddi að lier- manna sið og fór og tók fórnar- lambið með sér. Sam gamli hafði ekki skilið síðari hluta viðræðunnar og ekki alt, sem sagt hafði verið á ensku, en þó nóg til þess, að liann sá, að tími var kominn lil þess að láta til sín heyra. Og þegar þeir voru komnir út sagði hann: „Hvernig, — herra —- verður þetta, — hve nær kemst eg lieim, eg var tekinn þarna frá liálfunnu verki á rófnaakrinum lians Mr. Hodge’s, og — “ „Hafðu engar áhyggjur af því, afi sæll,“ sagði flugmaðurinn og brosti, „þú kemst brátt til moldarinnar aftur.“ , Sam var nú settur í stóra, gráa bifreið, og voru fjórir her- menn með honum, en flugmað- urinn ekki. Landið, sem þeir óku um, var nakið og sundur tætt, víða voru stórar holur og rákir, og Sam varð nú ljóst, að þeir voru i nánd við eldlínuna og fallbyssuskotin riðu af hvert á fætur öðru. ■ Yfir höfðum þeirra svifu flugvélar, spúandi eldi úr vél- byssum sínum. Sam fanst sem hann hefði skyndilega verið fluttur úr sæluríki í kvalar- stað. Aftur fór liann að hugsa um klerkinn og sniðbaunirnar. Skyldu þær nú hafa smákkast honum? Óhugsandi var, að hér væri hægt að rækta sniðbaunir — eða nokkurn skapaðan hlut annan. Ef þetta var „útlandið‘% hugsaði Sam, mátti hann vera þakklátur fyrir sitt gamla, góða England, ef það ætti þá fyrir honum að liggja að sjá það aft- ur. — Alt í einu varð feikna spreng- ing rétt fyrir aftan bifreiðina og rótaði upp jarðveginum. Her- mennirnir, sem með honum voru, beygðu sig niður, og ann- ar þeirra gaf honum olnboga- skot í magann og bölvaði um Ieið. „Ljótur og hrokalegur ná-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.