Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 11

Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 11
R Ö K K U R 91 sjálfan sig. Auk þess hafði mað- urinn talað eins og hann hefði haldið hann einhvern annan. Hann hafði kallað hann Paul og eitthvað meira og liafði hann þó tekið skýrt fram, að hann héti Sam, Sam Gates. Nú, auðvitað mundi flugvélin bráðum hrapa í sjó niður og þeir báðir drukna. Jæja, jæja, hann var nú bráðum sjötugur..... Sam var farið að kólna og' nú fór hugurinn að sveigja á aðrar brautir. Hvað mundi Mr. Hodge segja? Það yrði enginn hægðar- leikur að fá nokkurn mann til þess að grisja rófur. Það var þá lielst strákbjálfinn í Dene’s Cross, liann Billy Whitehead, en þessir strákar hugsuðu ekki um annað en að flýta sér. Áfram var enn haldið á fleygiferð. Sam hugsaði um margt úr lífi sínu, ýmsa atburði, alt frá bernskuárum, viðræður við prestinn, ánægjulegar mál- tíðir undir herum liimni, kjól- inn hennar systur sinnar, þann, sem hún var í, þegar póstmað- urinn kvongaðist, sálmasönginn i kirkjunni og ærnar hans Mr. Hodge, þegar þær fengu pestina um árið...... Áfram, áfram. Eitthvað lá nú á. Hvaða vit var nú i að æða svona áfram? Hann var sárgramur yfir meðferðinni á sér og þó varð hann að kann- ast við það, að það var eitlhvað heillandi við þetta vilta æfin- týri. Sam fanst hann hafa upp- lifað meira þessa stund en alla æfina. Kannske var han'n dá- inn og á leiðinni inn í eilíf ðarríkið ? Iíannslce væri stundum farið svona að því, að koma mönnum yfir um? Alt í einu kom hann auga á strandlengju. Yar þetta annað land eða höfðu þeir snúið við? Sam fann ekki lengur til ótta. Hann var búinn að fá aðra skoðun á „þessum árans flug- vélum“. Það var dásamlegt, þrátt fyrir alt ,að fljúga hátt i lofti uppi, en í aðra röndina, þótti honum miður, að verða að viðurkenna þetta. En hann vaknaði alt í einu upp úr þess- um draumum við liræðilegan hávaða. Flugvélin tók dýfur og svo skaust liún upp og það var engu líkara en að flugmaðurinn væri að leika einhverjar listir. En sannleikurinn var sá, að byssukúlur voru að springa alt í kringum flugvélina, en engin þeirra liæfði, og þeir fóru æ hærra. Svo hætti þessi hávaði. Þeir héldu áfram og nú fór flugmaðurinn að hægja flugið og lækka sig. Jú, þarna var land, tré, ár, akrar og hvítmál- uð þorp. Þetta var einhversstað- ar á meginlandinu. Þarna voru breiðar og beinar götur, sem espiviðir uxu meðfram beggja

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.