Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 9

Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 9
RÖKKUR 89 ist hann búinn að koma flug- vélinni í samt lag, en það var enn eins og hann væri sleginn ótta. Hann var altaf að horfa út á sjóinn og í kringum sig., Þegar viðgerðinni var lokið rétti hann úr sér og þurkaði svitann af andliti og hálsi. Hann virtist vera i þann veginn að stökkva upp í vélina og leggja af stað, en nú varð hann alt í einu rólegri og áhyggjuminni á svip, enda hafði óvissa og áhvggjur haft hann að miklu leyti á valdi sínu meðan á við- gerðinni stóð, en nú þóttist hann öruggur um að sleppa á brott og róaðist allur við það. Hann sneri sér brosandi að Sam og mælti: „Jæja, afi sæll, nú er alt í lagi, er eklci svo?“ En þegar hann gekk nær Sam og horfði í andlit honum var eins og hann kiptist við. „Gott in himmel,“ hrópaði hann, „Paul Jouperts." Sam varð enn undrunarfyllri á svip, þegar þessi vitfirringur fór að mæla á annarlegri tungu. Og Sam hristi höfuðið og svar- aði engu. En flugmaðurinn hélt áfram að stara á liann og þá sagði Sam: „Þú áttir ekkert með að lenda hérna á rófnaakrinum hans Mr. Hodge’s.“ En nú fór flugmaðurinn a‘ð haga sér mjög undarlega. Hann gekk alveg að Sam og skoðaði andlit hans mjög gaumgæfilega. Og svo tók hann bæði i hár hans og skegg, eins og hann hefði grun um, að Sam gengi með hárkollu og falskt skegg. „Hvað heitirðu, gamli?“ spurði hann. „Sam Gates!“ Flugmaðurinn sagði eittlivað í hálfum hljóðum,. sem Sam skildi ekki og gekk að flugvél sinni. Svo nam hann staðar, eins og maður, sem veit ekki hvað taka skuli til hragðs. Hann var að þulcla á hinu og þessu, hand- föngum og snerlum, með mikl- um efunarsvip, en við og við horfði hann á Sam. En loks settist hann í flugvélina og festi sætisólina. En hann setti ekki mótorinn af stað. Hann sat í þungum þönkum, uns hann alt í einu losaði sætisólina og stökk út úr flugvélinni og til Sam og sagði ákveðnum rómi: „Afi gamli! Þú verður að koma með mér!“ Sam gapti af undrun. „Ha? Hvað segirðu? Að eg verði að fara með þér? Ó-ekkí! Eg verð að grisja rófurnar, maður, eg er orðinn á eftir áætlun. —“ En nú var vitfirirngurinn aft-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.