Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 12

Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 12
92 RÖKKUR megin. Og hingað og þangað voru skipaskurðir. Þetta var ekki Norfolk. Flugvélinni var nú rent liægt niður á akur nokkurn. Menn nokkrir, er nærstaddir voru, hlupu til þeirra, og vitfirringur- inn kallaði til þeirra. Þessir menn voru flestir gildvaxnir, klæddir gráum einkennisbún- ingum og mæltu á sömu annar- legu tunguna og flugmaðurinn. Einhver kom og leysti Sam. Hann var svo stirður, að hann gat varla hrært legg né lið. Stór og feitur náungi rak olnbogann í aðra síðu hans og rak upp hlátur. Og hinir stóðu í liring lilæjandi meðan vitfirringur- inn var að segja þeim frá ferð- inni. Því næst sagði hann: „Afi sæll, þú verður að koma með mér!“ Þeir fóru með hann í hús, sem járnþak var á. Þar var hann skilinn eftir í litlu herbergi. Fyrir utan voru hermenn á verði með brugðna byssustingi. Eftir nokkra stund kom vit- skerti flugmaðurinn aftur og voru nú með honum tveir her- menn. Hann gaf Sam merlci um að koma með sér. Þeir fóru nú út og inn í aðra byggingu og fóru án þess að nema staðar inn í skrifstofu nokkra. Þar sat maður, með röð heiðursmerkja á brjóstinu,i hægindastól, og var auðséð, að maður þessi fann mikið til sín. Flugmaðurinn og hermennirnir heilsuðu honum að hermannasið, skeltu saman hælunum og stóðu bíspertir fyirr framan þennan höfðingja, uns lionum þóknaðist að hlýða á erindi þeirra. Flugmaðurinn benti á Sam og sagði eitthvað. Sá með heið- ursmerkið starði á hann með undrun i augum, gekk þvi næst til lians og mælti á ensku: „Hvað heitirðu ? Hvaðan kemurðu? Hvað ertu gamall? Hvar varstu fæddur og livað hétu foreldrar þínir?“ Hann virtist hafa mikinn áhuga fyrir öllu, sem Sam snerti, og eins og flugmaðurinn hafði gert á rófnaakrinum, fór hann að toga í hár og skegg Sams, sem undraðist mjög hversu leiknir þessir menn voru í að tala ensku. Já, svo töm virtist enskan þeim, að þeg- ar þeir höfðu skoðað liann í krók og' kring héldu þeir áfram að tala á enska tungu sín á milli. „Það er stórmerkilegt hvað þeir eru líkir,“ sagði sá með heiðursmerkin. , „Unglaublich! En hvað get- um við gert við hann, Hause- mann ?“ „Það datt alt í einu í mig,

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.