Rökkur - 01.03.1940, Blaðsíða 6
38
R Ö K K U H
Í
verð, að -— æ, eg er þreyttur iá
þessum siðakenningum heima.“
„Þú ferð villur vegar, Toby,“
sagði Peter. „Hugsanir mínar
eru ekki á þessa leið. Það, sem
eg er að hugsa um“ — og um
leið horfði hann fast og lengi
beint framan í Tohy — „er það,
að þessi kona sé ekki þess verð
að taka sæti móður þinnar. Og
þú ert víst sömu skoðunar?“
Toby sneri sér að honum ná-
fölur.
„Þetta er ekki réttmætt —
þetta er ekki rétmætt. —“
„Eg sagði sannleikann, To-
by,“ svaraði Peter og leit und-
an, því að hann sveið, er liann
sá sorgina og vonbrigðin í hin-
um bláu augum sonar síns.
Toby krepti hnefana. Loks
sagði hann:
„Eg ætla að kvongast henni,“
hreytti hann út úr sér. Það væri
skammarlegt af mér að segja
henni upp. Það væri skammar-
legt að fara þannig með konu.
Og svo hefir hún verið mér svo
góð, svo góð, að þú getur aldrei
gert þér í hugarlund —“
Hann sneri sér undan skyndi-
lega og rauk út úr herberginu.
Peter horfði á eftir honum
og þótti leitt, að hann skyldi
hafa rokið hurt í fússi.
Peter Bettington gat vel skil-
ið hvert rót var í hugsanalífi
sonar lians — Dolores hafði
blindað ,hann, vakið ástríður
svo að blóð hans ólgaði og hann
misti sjónar af því, sem mik-
ilvægast var, að meta það, sem
hreint var og satt, en að því
hafði frá barnæsku verið miðað
í uppeldi lians. Og auk þess vissi
Peter, að Toby var þannig gerð-
ur, að hann mundi aldrei til
lengdar una þvi andrúmslofti,
sem hann yrði að búa við í sam-
búð þessarar konu. Hversu hrap-
allega mundi ekki fara, ef hann
gæti ekki snúið honum á rétta
braut. Peter hafði þótt sárt, að
nefna nafn móður Toby í þesari
viðræðu þeirra, en honum fanst,
að hann hefði verið nauðbeygð-
ur til þess. Honum fanst næst-
um, að það væri eins og að reka
daggarð í hjartastað sonar síns,
að gera þetta — en þótt Toby
hefði særst illa, hafði þetta ekki
haft tilætluð áhrif. Af því ,að
pilturinn hugði sig koma heið-
arlega og drengilega fram við
konuna, sem hann hélt að hann
elskaði. Honum fanst sér van-
sæmd búin, ef hann brygðist
henni.
Bettington stundi þungan og
reis á fætur. Hann gekk út á
svalirnar og starði út á víkina
bláu, en það var sem hann veitti
enga athygli fegurðinni, sem við
blasti.
Hann var að hugsa um hvern-
ig hann gæti bjargað Toby úr