Rökkur - 01.03.1940, Blaðsíða 9
R Ö K K U R
41
kendi með sjálfum sér hversu
fögur liún var. Og hann gat vel
gert sér ljóst, hversu auðvelt
það hafði reynst henni, að
blekkja Toby.
„Eg hélt, að þig myndi renna
grun í það,“ sagði hún af kæti,
„og kæmir til þess að sjá með
eigin augum hvemig eg lít út
núna.“
Hann horfði á hana íhugandi
augum.
„Eg held að til þess hafi eg
komið,“ sagði hann, „til þess
að sjá hvernig þú ert núna“.
„Jæja,“ sagði hún ögrandi —
fullviss um, að hún væri ósigr-
andi vegna fegurðar sinnar.
„Hvernig er eg núna?“
„Eg get ekki svarað spurn-
ingunni •— nú þegar. Eg hefi
ekki komist að raun um það
enn. Eg legg kannske dálítið
annan skilning í orðin en þú.“
fHann mælti af djúpri al-
vöru.
Skyndilega varð mikil breyt-
ing á svip hennar. Tillit augna
liennar varð hörkulegra.
„Við hvað áttu?“ spurði hún.
Hún settist aftur á legubekk-
inn og benti honum að setjast á
stól. „Sestu niður og segðu mér
hvað þér er í hug“.
„Eg á við það, að eg veit ekki
enn hvernig þú t ekur erindi
mínu — hvort þú tekur þvi af
fullri sanngirni og drenglyndi.“
Hún lét óþolinmæði i ljós.
„Aha! Eg skil, vinur minn,
Toby hefir sagt þér, að eg hafi
tekið bónorði hans.“
„Hann hefir sagt mér, að
hann hafi beðið þig að verða
konuna sína“, sagði Peter, í
þeim tón, sem væri hann að
leiðrétta hana.
Það var eins og brygði fyrir
glömpum í augum hennar —
glömpum sem eins og gáfu til
kynna, að ekki hefði allar hinar
gömlu glæður verið kulnaðar
út með öllu.
En það var eittlivað sem
minti á sigurhrós í svip hennar.
„Og eg' tók bónorði hans,
eins og eg sagði. Eg hefi lifað
margan glaðan dag — og nú
finst mér tími til kominn að
breyta Um stefnu, og lifa kyr-
látu lifi — njóta virðingar, um-
hyggju og ástar.“
„Á kostnað sonar míns,“
sagði Peter þurrlega.
„Ó, eg skal gera liann ham-
ingjasaman. Hafðu engar á-
hyggjur af því gamli vin.“
„Eitt ár — eða tvö ef til vill“,
sagði Peter. „Og þá — ef til vill
fyr, fer hann að gera sér fulla
grein fyrir því, að hann hafði
lagt út á skakka braut. Þá þakk-
ar hann þér ekki fyrir að hafa
eyðilagt líf hans.“
„Eg þakkaði þér ekki, þegar
þú eyðilagðir xnitt líf.“