Rökkur - 01.03.1940, Blaðsíða 13
RÖKKUR
45
„Nei, Tom, eg gerði það ekki
— ó, Tom segðu mér hvað er
að.“
„Það — það er hræðilegt,
Molly,“ sagði Tom hálfstam-
andi. „Það gerði ekki svo mikið
til með fyrri bréfin, en — þetta
seinasta. Eg var svo sannfærður
um, að það væri þú, sem skrif-
aðir bréfin, að eg — eg skrif-
aði ástarbréf til Rosemary — og
sagði henni frá helgustu tilfinn-
ingum mínum.“
Hann þagnaði andartak og
bætti svo við hásum rómi:
„Og hún hefir svarað.“
Hann rétti henni bréfið og
var all-skjálfhendur. Molly var
næsta föl, er hún las bréfið, og
hvarmar hennar voru rakir.
„Tom, Tom, hvað þú hefir
gert hana hamingjusama,“
sagði hún. „En hvað geturðu
gert? Þú getur ekki sagt henni
hið sanna. Það máttu ekki — þú
mátt ekki taka það frá henni,
sem hefir fært henni ham-
ingju.“
„Nei,“ sagði hann. „Eg get
víst ekki sagt henni hið sanna.
En eg verð að hætta að skrifast
á við hana.“
Molly varð enn meira hugsi á
svip.
„En það mundi særa hana.“
„Segðu mér það hvað eg get
gert? Eg get ekki hætt að skrifa
henni, en eg get heldur ekki
sagt henni sannleikann. Hvað
get eg gert?“
En Molly svaraði engu.
Það var ekkert hægt að gera
til þess að ráða fram úr þessu,
bæta um fyrir þessi mistök,
hann hlaut að skilja eftir opið
sár. —
5.
Molly hafði hugsað fram og
aftur um þetta langt fram eftir
nóttu og daginn eftir ranglaði
hún af stað til þess að heim-
sækja gamla vinkonu, sem átti
heima þarna í nágrenninu.
Molly og Tom höfðu rætt
málið ítarlega þá um kvöldið,
en án þess að komast að nokk-
urri niðurstöðu, og loks hafði
Molly látið hann einan um að
reyna að ráða fram úr því.
„Kannske dett eg niður á
einhverja leið,“ sagði hann, en
það var auðheyrt á máli hans,
að hann hafði ekki mikla von
um það.
Molly var komin að garðhliði
nokkuru og staðnæmdist þar.
Upp að dyrum hússins var
braut lögð fallegum tígulstein-
um, en til beggja hliða var
blómaskraut mikið — það var
eins og öll fegurstu blóm sum-
arsins væri þarna saman kom-
in í þessum litla garði.
„Er ungfrú Penelope heima?“