Rökkur - 01.03.1940, Blaðsíða 7

Rökkur - 01.03.1940, Blaðsíða 7
R Ö K K U R 39 þesari flækju. Framkoma pilts- ins, drengileg og heiðarleg, jók erfiðleikana. Og með sjálfum sér gat hann ekki annað en dáðst að honum fyrir brennheita trygð hans og hollustu gagnvart þesari konu, sem hann var sann- færður um, að hugsaði að eins um eigin hagnað. Hann var sannfærður um, að hún elskaði Toby ekki, og að hún Mti hann að eins þeim augum, að hafa sem mestan hagnað af kynnun- um við hann. Klukkustund síðar gekk Peter Bettington upp stíginn að Villa Violetta. Þetta var noltkuru eftir hádegi, þegar allra heitast var í veðri, og hann gekk hægt. Hann liafði valið þennan tíma dags af ásettu ráði, því að liann vildi vera alveg viss um, að hitta Dolores heima. Enginn í Neapel, sem ekki átti brýn er- indi að reka, fór út á þessum tíma dags, og ef signora Dolores hafði ekki risið upp frá síðdeg- ishvild sinni, var hann staðráð- inn í að bíða. í görðunum við slcrauthýsin var blómamergð mikil. Unaðs- lega angan hinna suðrænU lit- sterku blóma barst að vitum hans. Og fyrr en varði var hann kominn að hinu hvíta skraut- hýsi Dolores, sem var bygt í stucco-stíl, og hin hvítu þrep fyrir framan húsiðvoru næstum hulin blómum. Djúp kyrð ríkti þarna og enginn var á ferli. Og honum fanst næstum, að hann hefði framið afbrot, er hann hringdi dyrabjöllunni, og bjöllu- ldjómurinn, hár og hvellur, rauf þögnina. Gömul ítölsk kona, grann- holda og hrukkótt. kom til dyra. Augu hennar voru dökk og hvöss, og hún hvesti þau á hann eins og hún vildi lesa úr svip hans hver hann væri og hverra erinda hann kæmi. Peter Bettington spurði hvort hann gæti fengið að tala við signora Dolores di Bavoligni. Konan liristi höfuðið með efasvip. En Peter brosti — vin- samlega, kesknislega dálítið — og konum veittist erfitt að standast þessi bros hans — og það liafði sín áhrif á gömlu konuna. Jú, sagði hún, signora hafði staðið upp frá siesta (síð- degishvíld) sinni, en hvort hún vildi veita móttöku erlendum herra, það væri annað mál. En hún spurði hann að nafni. Og gamla konan varð heldur en ekki undrandi, er Peter nefndi ættarnafn sitt — Bettington. Þetta var ekki sá signore Bett- ington, hugsaði gamla konan, sem svo oft hafði komið, dag- lega i seinni tíð. Og hana fór að gruna margt og svipur henn- ar varð hörlculegri.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.