Rökkur - 01.03.1940, Blaðsíða 12
44
RÖKKUR
nefnilega að krækja í Betting-
ton yngra“.
„En þetta er piltungur“, sagði
einn hinna.
Sá, er fyrst hafði mælt, ypti
öxlum.
„Hverju skiftir um það. Það
er ekkert höfuðatriði, heldur
hitt, að eiginmaðurinn tilvon-
andi sé auðugur. Hver sem væri
gæti komið til mála, ef hann
hefði auð nógan“.
„Hver sem væri“. Þessi orð
féllu eins og kastljós á þá
myrkravegu, sem hugsanir
Peters voru komnar á og á
næsta andartaki sannfærðist
hann um, að það var ekki nema
um eina leið að ræða til þess
að bjarga Toby frá því að verða
af allri hamingju í framtíðinni,
en það varð að gera. Hverju
skifti um alt annað en velferð
einkasonar hans? Og nú furð-
aði hann sig á því, að sér skyldi
ekki hafa komið fyrr til hugar
þessi lausn málsins. Og það var
að koma i stað Toby. Peter
fanst í rauninni, að hann væri
að offra öllu, allri sinni eigin
hamingju, fyrir Toby. En hon-
um fanst sér skylt að gera það,
ef ekki væri um neina aðra
leið að ræða. Toby átti miklu
lengra líf framundan. Mörg,
góð ár. Faðir hans var staðráð-
inn í að ,það skyldu verða góð,
hamingjurík ár.
Þegar Peter Bettington hafði
tekið ákvörðun sína, fór hann
á fund Dolores og sagði henni,
hvað fyrir sér vakti alveg hrein-
skilnislega, og án þess að gera
nokkura tilráun til þess að
leyna því, hver tilgangurinn
væri.
Framh.
-------------------------
MARGARET PEDLER:
BRÉF ROSEMARY.
Niðurl.
„Víst ’er það satt. En hverju
skiftir þetta? Af hverji* ertu
svona einkennilegur á svipinn,
Tom? Hvað er að?“
Það var nú orðið auðséð, að
henni var ekki um það hvað
Tom var áhyggjufullur á svip.
Hann var náfölur orðinn og það
var eitthvað í tilliti hans, sem
bar skelfingu vitni.
„Guð minn góður, Molly —
þetta getur ekki verið — hef-
irðu þá ekki skrifað bréfin?"