Rökkur - 01.03.1940, Blaðsíða 14
46
RÖKKUR
spurði Molly þernuna, konu
nokkuð við aldur, sem kom til
dyra. Hún kannaðist þegar við
Molly.
„Nei er það ekki ungfrú
Molly, sem komin er,“ sagði
hún glaðlega, með sterkum
vesturlandskeim, „ungfrú Pe-
nelope verður sannarlega fegin
að þér komuð. Hún liggur rúm-
föst nú og það horfir ekki vel.
En nú ætla eg að skreppa upp
og segja henni, að þér séuð
komnar. En þér skuluð hara
koma á eftir mér.‘ ‘
Þær gengu upp þröngan stiga
inn í svefnherbergi, sem var
mjög snoturt, og skreytt ýmsum
munum og blómum.
í stóru, gömlu eikarrúmi lá
kona ein, og hafði henni verið
hagrætt svo að hún gat setið í
rúminu. Konan var smá og fín-
gerð og það var sem Molly tæki
betur eftir því, er hún sá hana
þarna í þessu rúmbákni. Hár
konunnar var silfurgrátt, augun
blá og góðleg, og hver andlits-
dráttur bar göfuglyndi vitni.
Fyrr mundu hin bláu og fögru
augu konunnar hafa kveikt eld
í mörgu ungu brjósti, en nú
voru þau daufari að sjá en á
dögum æskunnar. Þau voru
sem döggvaðar fjólur.
„Svo að þér eruð þá giftar
Molly mín,“ sagði hin roskna,
silfurhærða kona. „Það er ávalt
fagnaðarefni, þegar þeir, sem
unnast fá að eiga samleið. Ó,
eg veit hvað ást er þótt eg sé
gömul piparmey.“
„Eg skil nú ekki í þvi, að þú
skyldir ekki giftast, Penelope.“
„Væna mín,“ sagði Penelope
og það brá fyrir glampa í hin-
um bláu augum hennar, „— eg
hafnaði hamingju, sem í boði
var, þegar eg var ung — æskan
er þrá eins og þú veist, og hugs-
ar ekkert fram í tímann. Og eg
hefi orðið að gjalda þess —
mörg, löng ár, þvi að eg hefi
verið mjög einmana.“
Hún hikaði andartak.
„Nei, ekki alla tíð, síðan er
þetta var. Guð hefir verið mér
líknsamur og gert mig ham-
ingjusama — komið mér í
kynni við þann sem elskar mig
og skilur mig — og það hefir
bætt alt annað upp og eg sá það
sem ófarið er æfibrautarinnar
í mildu Ijósi. —Við höfum
aldrei hist, en eg veit að honum
þykir vænt um mig — og mér
— mér gæti ekki þótt vænna
um hann, þótt við hefðum ver-
ið saman alla tíð.“
Hún smeygði annari hend-
inni undir koddann og tók bréf
nokkur, sem umvafin voru með
silkibandi og var dálítill rósvið-
arteinungur áfastur við silki-
bandið.
„Þetta — þetta eru bréfin