Rökkur - 01.03.1940, Blaðsíða 5
R Ö K K U R
37
óvíst með öllu, eins og komið
var.
2.
Það liafði komið til átaka
milli þeirra feðganna út af
þessu máli. Viðræða þeirra fór
fram í gistihúsherbergi sem
vissi út að víkinni. Toby hafði
í fyrstu reynt að slá þessum
mótbárum föður síns upp í
gaman, en faðir hans reyndi,
árangurslaust í fyrstu, að koma
honum á aðra skoðun, en
smám saman fór að þykna í
Toby og hann varð æ geðstirð-
ari og loks sagði hann í reiði:
„Eg get ekki farið heim með
þér. Eg hefi beðið hana að gift-
ast mér og hún hefir játast
mér.“
Peter Bettington beit á jaxl-
inn. Annað gaf ekki til kynna,
að hann hafði heyrt það, sem
Toby sagði, því að Peter sagði
ekki neitt Um þetta í bili. En
er þögn hafði ríkt í nokkurar
mínútur sagði hann:
„Þú heldur vitanlega, að þú
elskir hana?“
Roby leit hvasslega á föður
sinn, en faðir hans hugsaði á
þessari stundu er hann horfði
i.augu sonar síns, að hann hefði
augu móður sinnar bláeygrar,
fagurrar, göfugrar konu, er nú
hvíldi í kirkjugarði í Com-
wall.
„Eg held ekkert Um það —
eg veit það,“ sagði Toby.
Peter kinkaði kolli.
„Við skulum þá kannast við
að svo sé,“ sagði liann kyrlát-
lega. En Toby starði á hann og
var sem hann gæti ekki trúað
sinum eigin eyrum. En hann
varð hörkulegur á svip er faðir
hans bætti við:
„Hefirðu heyrt — gerirðu þér
grein fyrir — hvers konar kona
þetta er?“
„Vitanlega liefir þú lagt hlust-
irnar við rógburði um hana,“
sagði Toby, riddaralegur í garð
kvenna, eins og títt er um æsku-
menn, — „Það er talað mikið
um konur, sem eru eins fagrar
og Dolores. En það er óþarff að
leggja við hlustirnar eftir slík-
um sögum. Eg geri það ekki
fyrir mitt leyti.“
Mikil þrákelkni var í rödd
Toby.
„Eg liefi látið athuganir fram
fara í kyrþei. Og er er smeyk-
ur um, að það hafi lítið verið
sagt um hana, sem ekki er satt.“
Peter Bettington þagnaði og
mælti svo eftir dálitla stund:
„Þú getur ekki kvongast
henni, Toby.“
„Eg get það og eg skal gera
það,“ sagði Toby. „Ó eg veit
hvað þú segir, að eg taki niður
fyrir mig — að hún sé ekki þess