Rökkur - 01.09.1940, Blaðsíða 4

Rökkur - 01.09.1940, Blaðsíða 4
132 ROKKUR ekki -verða eins hált á að leigja mér Tresillack og þeim, sem þar höfðu áður búið. Hosking bóndi hafði keypt Tresillack fyrir tveimur ára- tugum, gegn fasteignarveði, geri eg ráð fyrir, af því að eignirnar lágu saman, og hann gat hagn- ast á að rækta landið, sem fylgdi Tresillack. En húsið var honum til byrði — sú eign var honum martröð og hafði verið frá upphafi. „Jæja, ungfrú góð,“ sagði hann að lokum, „yður er velkomið að líta á það. Húsið er svo sem nógu laglegt, innan og utan. Og eg hefi þar konu, sem gætir hússins. Hún sýnir yður alt. Eg ætla nú — ef þér hafið ekki neitt á móti því, að ganga með yður upp á hálsinn og sýna yður hvar besí er að fara.“ Þégar eg þakkaði honum klóraði hann sér á hökunni og sagði: „Eitt verð eg þó að drepa á. Sá, sem tekur hús- ið á leigu verður að ráða frú Carkeek til sín.“ „Frú Carkeek,“ endurtók eg, „er það konan, sem annast húsið?“ „Hún var kona vinnumannsins mins sáluga.“ Þegar hann sá ;á svip mínum, að eg mundi ekki sem ánægðust yfir því, að verða að ráða þessa konu, sem eg ekki gerði mér háar hug- myndir um, bætti hann við: „Afsakið! En eg varð að gera það að reglu, að hafa einhvern þarna að staðaldri, vegna ýmis- legs, sem gerðist. Eg þori að fullyrða, að yður muni ekki líka illa við frú Carkeek. Hún er skynsöm kona, þægileg í viðmóti, og öllu kunn- ug. Hún var starfsstúlka þarna hjá Kendall óð- alsbónda, þar til hann seldi eignina og fór sína leið. Hún hafði ekki verið vinnukona neinsstað- ar annarsstaðar áður.“ „Jæja,“ sagði eg og gat ekki með öllu dulið

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.