Rökkur - 01.09.1940, Síða 5

Rökkur - 01.09.1940, Síða 5
133 R Ö K K U R vonbrigði mín, „það er best að eg fari og skoði liúsið." Og svo lögðum við leið okkar upp hálsinn. Gatan lá með fram suðandi smálæk, og var gat- an svo mjó, að tveir gátu vart gengið sambliða, og gekk Hosking bóndi á undan, og afsakaði það mjög, en mér þótti það síst verra, því að hann bægði frá greinum runnanna. En eg veitti þvi ávalt athygli, þar sem gatan var nægilega breið til þess að við gætum gengið samhliða, að hann leit til mín með nokkurri grunsemd í svipnum, í hvert skifti sem hann hugði, að eg veitti honum ekki athygli. En eg gaf augum hans, undir loðn- um, þykkum brúnum, nánar gætur. Mér duldist ekki að liann gat ékki áttað sig á því, hvort eg væri í þeim floldci, sem leitaði afskekts dvalar- staðar í heiðarlegum tilgangi eða ekki. Eg veit ekki hvernig á því stóð, það var sjálf- sagt afar heimskulegt, en þegar við vorum kom- in miðja leið upp á hálsinn, nam eg skyndilega staðar og spurði: „Eg vona, að það sé ekki reimt þarna?“ Þegar í stað, er eg hafði spurt að þessu, sá eg hversu heimskulegt það var, en hann horfði al- varlega á mig. Nei, hann hafði aldrei heyrt þess getið, að það væri reimt —- engar vofur á ferð, og hann lagði áhersluna orðið vofur. En hann sagði, að það hefði alt af verið erfiðleikum hund- ið, að fá starfsfólkið til þess að tolla í vistinni, og „margt er skrafað“. — Frú Carkeek bjó þarna ein, hætti hann við, og það varð ekki ann- að séð en að það færi vel um hana. Við héldum áfram göngunni. Við og við nam hann staðar og benti á húsið: „Maður skyldi ekki ætla, að þarna væri draug- ar á ferð.“ Og vissulega var þetta ekki draugalegur stað-

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.