Rökkur - 01.09.1940, Síða 7

Rökkur - 01.09.1940, Síða 7
R Ö K K U R 135 legt að bvrja samninga meS slíkum inngangs- orðum.4' En liann reyndi ekki að nota sér það, að eg lét ánægju mína óspart í ljós, og við náðum al- geru samkomulagi um leiguna á leiðinni niður hálsinn, þar sem leiguvagninn frá markaðsþorp- tnu beið mín. Eg hafði áformað að ráða til mín vinnukonu en liætti við það því að eg sannfærð- ist um að hest væri að ráða frú Carkeek. Eftir einn til tvo daga var búið að ganga frá ráðning- unni og að viku liðinni var eg búin að flytja til Tresillack. Eg get varla lýst því hversu vel mér leið fyrsta mánuðinn, sem eg var í Tresillack, því að ef eg færi að greina ykkur frá hvers vegna mér leið þar svona vel, mundi egaldrei geta það fyllilega. Það var eitthvað, sem var þess valdandi, að mér fanst, að mér hefði aldrei liðið betur — eitthvað annað en það, sem lá í augum uppi og stuðlaði að því. Eg var tiltölulega ung, þótt eg kallaði mig piparmey, og var við bestu heilsu. Eg var óháð, langaði til þess að kanna ókunna stigu. Þetta var um hásumar. Yeðrið var yndislegt. Garðurinn var dásamlegur, en hafði ekki fengið meiri umhirðu en svo að þar fann eg nægilegt verkefni. Starfið jók heilbrigði mína og lyst og eg háttaði á hverju kvöldi þreytt og ánægð með ilm blóma og rakrar jarðar í vitum mér. Eg var dag hvern úti við frá morgni til kvölds að kalla. En þegar kvöld var komið og svalt var orðið gekk eg til strandar og heim aftur., Eg komst fljótlega að því, að eg gat látið frú Carkeek annast alt það, sem gera þurfti innan húss. Hún var mjög fámál — eini galli hennar var (og það er sjaldan sem náðskonur hafa þann galla), að hún var of fámál. Og stundum, þegar eg yrti á hana var hún svo viðutan, að það fór !

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.