Rökkur - 01.09.1940, Síða 9
R Ö K K U R
137
nú að komast að raun um, hvort hún væri á
ferli, og fór út í eldhúsið, þar sem alt var hreint
og þokkalegt og hver hlutur á sínum stað, og
kallaði á liana með nafni. Viður hafði verið lagð-
ur í eldavélina og alt var undirbúið til þess að
taka til starfa að morgni. En frú Carkeek var
þar ekki. Eg fór upp og barði á svefnherbergis-
dyr hennar, og er eg barði í annað sinn svaraði
hún og var auðheyrt, að hún var nývöknuð. Og
svo kom hún til dyra í náttkjólnum og eg sá
það á svip hennar, að hún hafði orðið skelkuð,
er eg barði að dyrum.
„Nei,“ sagði eg,-„það er enginn innbrotsþjóf-
ur á ferð, eins og þér ætlið, en eg liefi komist að
því, að þér vinnið morgunverkin yðar á nótt-
unni. Við látum það gott heita en þér megið ekki
vaka frameftir, þótt eg sé eitthvað að slóra. Og'
nú skuluð þér fara aftur í rúmið, góða mín, en
eg ætla að ganga niður að sjó mér til hressing-
ar.“
Það var eins og hún botnaði ekki neitt í neinu.
Hún starði á mig náföl — virtist ef til vill enn
fölari í morgunskímunni.
„0, ungfrú góð,“ sagði h.ún, „þér hafið víst
orðið einhvers varar.“
„Víst varð eg einhvers var,“ sagði eg, „en eg
rakst hvorki á innbrotsþjófa eða vofur.“
„Guði sé lof,“ sagði hún lágt um leið og hún
fór aftur inn í grámálaða svefnherbergið sitt,
sem vissi gegn norðri. Mér datt ekki i hug, að
hún ætti við neitt sérstakt, — það var svo líkt
roskinni, guðhræddri konu að taka þannig til
orða, og eg flýtti mér niður.
En nokkurum dögum síðar skildist mér hvað
hún hafði átt við.
Innanhússkipulag í Tresillack var ekki marg-
breytilegt. Þegar komið var inn í forstofuna var