Rökkur - 01.09.1940, Side 13
R Ö K K U R
141
þjóta upp í dauðans ofboði, en sannleikurinn var
sá, að eg stóð þarna eins og rigneg'ld — og mér
fanst hjartað i brjósti mínu vera hætt að slá.
Eg man hversu alt var hljótt — man að eg lagði
kertastjakann frá mér.
Eg sá tvær hendur yfir postulínsskálinni.
Það var alt og sumt —- tvær litlar hendur —
barnshendur. Eg sá ekki nema hendurnar og
ölnliðina — og svo — ekkert. Þessar litlu hend-
ur voru á einlægu iði — það var eins og barn
stæði þarna við skálina og væir að þvo sér um
hendurnar, en ekkert sást nema þær. Eg sá
vatnið huna á þær — ekki gegnum þær — huna
á þær eins og liendur lifandi veru. Þetta voru
hendur lítillar stúlku. Eg sá það undir eins. Eg
var alveg viss — það er auðvelt að sjá livort um
hendur drengs eða telpu er að ræða. Og stúlkur
þvo sér öðruvísi um hendurnar. Eg sá þetta alt
í einni svipan — áður en kertastjakinn datt á
gólfið, því að eg hafði sett liann of tæpt á brún-
ina á hárri dragkistu, sem þarna var. Næstu
augnablik — þarna í myrkrinu — leið mér ekki
sem best. Það verð eg að viðurkenna. Þótt ein-
kennilegt kunni að þykja var sú hugsun efst í
liuga mér, að loka krananum, áður en eg færi
upp. Mér fanst eg verða að gera það. Eg varð
að safna öllu hugrekki mínu til þess, og um leið
og andvarp leið frá brjósti mínu lokaði eg kran-
anum — og flýði upp sem fætur toguðu.
Það var lcomið undir dögun. Undir eins og
fór að roða af degi fór eg í bað, klæddi mig og
fór niður. Og þarna — við búrdyrnar, stóð frú
Carkeek, með kertastjakann i hendinni.
„Ó,“ sagði eg, „þér tókuð hann upp?“
Við horfðumst í augu. Það var augljóst, að
frú Carkeek ætlaðist til, að eg byrjaði, og þar
sem eg var staðráðin i að vita alt af létta, þá
sagði eg: