Rökkur - 01.09.1940, Qupperneq 14

Rökkur - 01.09.1940, Qupperneq 14
R O K K U R 142 „Þér víssuð um þetta. Þess vegna stífluðuð þér pípuna milli þrónna?“ „Þér — sáuð —?“ „Já, já, og nú verðið þér að segja mér alt af létta og ekki draga neitt undan. Var — framið morð hérna?“ „Guð minn góður hjálpi mér, hvernig getur yður dottið annað eins i hug?“ „Hún var að þvo sér um hendurnar.“ „Já, hún gerir það, blessunin litla-. En — morð! Vesalings Margrét litla gæti ekki gert flugu mein!“ „Margrét litla?“ Já, hún var að eins sjö ára þegar Kendall dó. Hún var einkadóttir Kendalls óða'sbónda. Og þetta var fyrir tuttugu árum. Eg var barna- stúlkan á heimilinu, ungfrú góð. Hún fékk barnaveiki — smitaðist niðri í þorpinu.“ „Hvernig vitið þér, að það er Margrét litla ?“ „Hvernig gæti eg efast, eg, sem var barna- stúlkan á heimilinu og annaðist um hana. Hvort eg þekki litlu hendurnar hennar!“ „En áf hverju þvær hún sér um hendurnar?“ „Hún var svo hreinlát og fíngerð — og hús- verkin — “ Eg starði undrandi á frú Carkeek. „Við livað eigið þér — að hún þurki af, lagi til og þvoi upp — “ Eg þagnaði sem snöggvast og bætti svo við: „— að það sé hún, sem hefir sýnt mér alla þessa umönnun.“ Frú Carkeek horfði á mig án þess að láta sér bregða. „Hver annar, ungfrú?“ „Blessað barnið!“ „Jæja,“ sagði frú Carkeek og neri þertastjak- ann minn með svuntuhorninu, „mér þykir svo vænt um, að þér takið þessu svona. Því að —

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.