Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 1

Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 1
EÖKKUR ALÞÝÐLEGTMÁNAÐARRIT STOFNAÐ í WINNIPEG 1922 XVII. árg. Reykjavík 1940. 10. hefti. Berr hard Newman: FLÓTTINN. ÞaS var tilviljun ein, aö eg gerðist njósnari. Og þannig er það fyrir flestum, sem fara út á þá braut. Kannske var ætterni mínu um að kenna. Fað- ir minn var bóndi í Leicestershire. Hann hafði gengið að eiga stúlku frá Elsass. Þetta var 30 ár- um fyrir Heimsstyröldina, þegar Elsass var —• eins og allir vita — hluti af Þýskalandi. Mentun mín var sú, að eg gekk í mentaskóla og stundaði nám í Cambridge-háskólanum, en eg talaði þýsku eins og innfæddur maður, — ekki af því, að eg lærði hana svo vel í skólum, heldur vegna þess, að eg lærði hana við kné móður minnar. Þegar styrjöldin braust út var eg orðinn leikar1 og gekk mæta vel. Eg fór undir eins í herinn og var gerður að hrað-boðbera í hernum, er eg var kominn til Frakklands, og lilaut svo foringja- stöðu í fótgönguliðsherdeild. — Tilviljunin, sem réði því, að eg gerðist njósnari, átti sér stað um jólaleytið 1914. Kannske má segja, að eg hafi liaft hepnina með mér, því að annars hefði kann- ske farið eins fyrir mér og svo mörgum undir- lautinöntum í þá daga, að eg hefði brátt verið vafinn í teppi, hulinn moldu, og trékross settur yfir.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.