Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 3
R 0 K K U R
147
svo, að viðgerð hefði tekið einn sólarhring, hefði
það getað haft úrshtaáhrif, einkanlega ef þetta
hefði tekist daginn sem orustan byrjaði. Eg stakk
upp á þessu — og mér var falið að sjá um það.
Eg bjó mig vandlega undir þennan fyrsta leið-
angur minn aftur fyrir víglínu Þjóðverja. Eg
fékk mér þýskan einkennisbúning og var settur
í bækistöðvar, þar sem fangar voru geymdir.
Eg þóttist vera þýskur fangi og kom mér í
kynni við mann sem var líkur á vöxt og eg.
Hann hét Ernst Karkeln. Hann talaði mikið um
sjálfan sig. Því ekki? Var eg ekki fangi eins og
liann. Hann sýndi mér ljósmynd af unnustu
sinni og lýsti fyrir mér félögum sínum í her-
deildinni. Þar sem eg var áður leikari tókst mér
að hafa þau not af samvistunum við hann, að
eftir þrjár vikur var eg ekki lengur Bernhard
Newman kapteinn, heldur Ernst Karkeln lið-
þjálfi, í 13. herdeildinni frá Bayern.
Skjöl mín —- fölsuð eins og gefur að skilja —
voru í besta lagi. Auk þess var eg með persónuleg
skilriki Ernst Karkeln. Áform mitt var að segja,
að eg hefði flúið frá Bretum, og væri að koma úr
„leyfi“. Aðfaranótt 21. sept, 1915 var flogið með
mig yfir víglínu Þjóðverja, og flugmaðurinn
Palmer að nafni, lenti af mikilli leikni á ber-
wæði skamt frá Bois-Bernard (Bernard-
skógi). Við kvöddumst í skyndi, komum okkur
saman um hvenær hann kæmi eftir mér. Og eftir
nokkrar mínútur var eg einn — njósnari fyrir
aftan herlínu Þjóðverja.
Eg hafði fengið nöfn þriggja manna í Lens,
sem voru umboðsmenn Breta. Einn þeirra kom
mér fyrir í húsi járnbrautarstarfsmanns nokk-
urs. Dóttir hans, Suzanne, var gáfuð og skarp-
skygn í hetra lagi -— sannast að segja var hún
svo skarpskygn, að hún komst þegar í stað að
því, að eg var njósnari, af þvi að eg bar ekki
*