Rökkur - 01.10.1940, Side 4

Rökkur - 01.10.1940, Side 4
148 R O K K U R rétt fram eitt orð. En þetta varð mér til mikiis góðs, því að afleiðingin varð, að eg aflaði mér góðs vinar og félaga. Daginn eftir gekk ég eftir veginum sem liggur meðfram járnbrautinni, ósköp kæruleysislega. Eg sá þegar að eg hafði valið réttan stað í byrj- un — og við valið hafði eg að eins haft uppdrátt mér til leiðbeiningar. Næst var að komast að því hvernig staðarins væri gætt. — Eg sá, að það var merkjastöð skamt frá, og hermaður á verði. Þetta virtist eini maðurinn, sem gæti haft afskifti af mér, því að næsti varðstaður var alllangt frá eða fjórðung úr mílu. Þá um kvöldið, er við snæddum kvöldverð, spurðum við föður Suzanne spjörunum úr. Eg lét hana spyrja hann og fékk frá honum ýmsar mikilvægar upplýsingar, m. a. hvenær herflutn- ingalestirnar færi vanalega um nyrðri braut- ina, milli Douai og Lens, en birgðalestir um syðri brautina, sem var hliðarbraut frá Douai-Arras brautinni, nokkurar mílur suðvestur af Douai. Eg komst einnig að því að venjulegar birgða- lestir handa hersveitum Þjóðverja á þessum slóðum, voru sjaldnast á eftir áætlun. Þær komu á kvöldin um sama leyti og skakkaði sjaldan nema nokkurum mínútum. Eg komst einnig að því, að varðmaðurinn, sem eg fyrr gat um, lagði það í vana sinn — þótt honum vafalaust væri það óheimilt — að fara inn i merkjastöðina um kl. 2 um nóttina, því að þá var þar heitt kaffi á boðstólum. Ilann var að eins fjarverandi frá varðstað sínum 5—10 mínútur, og gat gefið gætur að öllu gegnum glugga merkjastöðvar- innar. Þar fyrir var gott að vita af því, að hann brá sér frá um þetta leyti. Til þessa hafði alt gengið mér að óskum, nema ef það væri það, að Suzanne komst að því, að eg var njósnari. En daginn, sem eg ætlaði að gera t

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.