Rökkur - 01.10.1940, Page 6

Rökkur - 01.10.1940, Page 6
150 R O Ií K U R setið þar um stund fór eg til húss Zusanne, en fór aðra leið en eg i fyrstu liafði ætlað. Kl. 1 um nóttina fór eg úr húsinu og fór eg ekki í neinar grafgötur um á hverju eg kynni að eiga von. Eg vissi, að eg lagðjjíf mitt í hættu. • Zusanne vildi koma með mér, en eg vildi að sjálfsögðu ekki að hún kæmi. Þetta var ekki verkefni fyrir kvenmann. Eg komst að járnbrautinni án þess nokkuð kæmi fyrir og faldi mig í skurði. Gat eg gefið nánar gætur að varðmanninum lir felustað mín- um. Mér varð fljótt hrollkalt, þ\ú að eg stóð í vatni og grasið í skurðinum var blautt. Kl. 2 gerðist það, sem eg hafði búist við. Dyrnar í merkjastöðinni opnuðust og einn mannanna, sem þar störfuðu kom út. Þýski varðmaðurinn fór inn til þess að fá kaffisopa sinn. Maðurinn brást skyldu sinni með því að fara af varðstaðn- um, því að hann sneri baki að járnbrautinni, sem hann átti að gæta, meðan hann var á leið til járbrautarstöðvarinnar. Og varðmaður má ekki fara af varðstað sínum. Nú bauðst mér tækifærið, sem eg var að bíða eftir. Eg hafði alt undirbúið. Eg setti tvær dyna- mitsprengjur undar teinana. Því næst fór eg aftur niður í skurðinn og beið þess, sem verða vildi. Eg vissi ,að eg mundi ekk“þurfa að bíða lengi, því að birgðalestar var von klukkan um hálf þrjú, en hún var hálfri klukkustund á eft- ir áætlun. Það var heppilegt, því áform mitt hepnaðist betur þess vegna. Þarna voru tvær járnbrautir samhliða og örstutt á milli. Eg sá nú lest koma á annari brautinni. Ef eimreiðar- stjórinn hefði hægt á lestinnni í tíma, hefði hún numið staðar, áður en hún fór þar yfir, sem eg hafði komið annari sprengjunni fyrir, en hún sprakk undir vagninum, sem næstur var eimreið- inni. Sprengjan var ekki stór, því að eg hafði i

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.