Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 8

Rökkur - 01.10.1940, Blaðsíða 8
r 152 R Ö K K U R aö unt væri að hefja flutninga um brautina á ný. Eg hafði int hlutverk mitt af hendi og gert það vel. Ef eg hefði ekki verið heimskulega við- kvæmur hefði eg notað tækifærið til þess að komast undan, meðan alt var í öngþveiti. En eg var enn „borgari“ þótt eg hefði verið eitt ár í hernum. Eg var ekki nógu harðnaður. Eg hefði átt að hverfa til Bois-Bernard, eins og um var talað, og hitta flugmanninn, sem átti að skila mér yfir línuna. En eg varð fvrir meiri áhrifum en svo af því, sem fyrir augun bar, að eg hug- leiddi öryggi sjálfs mín. Það hljóta að hafa verið nokkur hundruð menn i lestinni og flestir þeirra höfðu særst eða beðið bana í sprengingunni. Hvert sem litið var voru særðir, veinandi menn. Eg gat ekki horft upp á þetta. Það var heimsku- ltgt af mér, að láta tilfiningarnar ráða — slíkt er ekki heppilegt í styrjöld. Eg fór til særðra manna og reyndi að hjálpa þeim eftir bestu getu. Eg hamaðist sem mest eg mátti. En eg sagði við sjálfan mig: Heimskinginn þinn, — þú verður að komast á brott. Þeir ná í þig. Nú verða allir grunaðir. Þú fyrstur allra. Hver veit nema þeir handtaki alla, nema þá, sem voru í lestinni. Farðu á brott, heimskinginn þinn!“ En þegar eg var í þann veginn að taka ákvörðun um að laumast á brott kom eg auga á einhvern særðan vesaling og fanst mér skylt að hjálpa nonum. Þegar loks var búið að hjálpa þeim, sem verst höfðu orðið úti, og mestu vandræðin voru hjá, var eg orðinn úrvinda af þreytu. Þján- ingarnar af að horfa á hina særðu menn og lík- amleg áreynsla — hvorttveggja hafði haft sin miklu álirif á mig. Hjúkrunarliðsmaður veittí mér athygli, lagði blátt bann við að eg héldi áfram að vinna, og studdi mig til læknis, sem bjó um skeinur mínar til bráðabirgða, og skip- aði svo fyrir, að eg skyldi fluttur í sjúkrahús.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.