Rökkur - 01.10.1940, Page 10

Rökkur - 01.10.1940, Page 10
154 R Ö K Iv U R þóttist því vera hálfruglaður eftir það, sem gerst hafði eftir áreksturinn. Mér duldist ekki ,að ein- hver grunsemd var vakin í huga undirforingj- ans. Hann grunaði kannske ekki enn, að eg væri annar en eg þóttist vera, en hann grunaði mig um að hafa ætlað að svíkjast um að sameinast herfylki mínu. Til allrar hamingju liafði honum verið sagt frá frammistöðu minni eftir árekst- urinn og hann gaf mér í skyn, að það væri heppi- legt fyrir mig, að geta haft það mér til afsökun- ar, þegar eg sameinaðist herdeildinni minni, að eg hafði tafist við björgunarstarf — og gengið vel fram. Kannske var hann að bíða eftir því, að eg færi að muna alt betur, en nú var alt i einu gefin fyrirskipun um að tæma sjúkrahúsið. Árásin var byrjuð og það mátti búast við, að sjúkrahús- ið fyltist von bráðar af særðum hermönnum. Það var í rauninni ekki hægt að segja, að eg hefði særst. Ef ekki kæmist óhreinindi í skein- ur mínar væri þær grónar eftir 2—3 daga. Mér var fenginn nýr einkennisbúningur, þvi að sá, sem eg var i var óhreinn og blóðugur — og eg fékk meðmælabréf til herdeildarforingja míns. Og nú lagði eg af stað enn einu sinni — ekki til Hulluch, heldur til birgðastöðvar herfylkisins 1 Carvin, samkvæmt fyrirskipun, sem mér var gefin. En eg lagði ekki af stað fyrr en kvelda tók og ákvað að breyta um stefnu og leggja leið mína til Bois Bernard. Leið mín lá fram hjá árekstrarstaðnum. Þeg- ar eg fór þar fram hjá sá eg hermenn með blys og yfirforingja, sem voru að skoða skemdirnar á járnbrautinni. Yarð mér heldur en ekki hilt við að sjá þar undirforingjann, sem auðsjáanlega var að skýra frá sinni skoðun á því, sem gerst hafði kvöldið áður. Eg sneri undir eins við og ætlaði mér að sneiða

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.