Rökkur - 15.07.1941, Síða 4
132
R Ö K K U R
sem oft koma við sögu á Erm-
arsundi og víðar.
—o—
JJ in stærsta eyja sem gerð er
af mannahöndum er í
San Franciscoflóa. Hún var
gerð í þeim tilgangi að halda á
henni heimssýningu, sem stóð
sumurin 1939 og 1940.
Eyjan er rúmlega 300 ekrur,
en hún tekur yfir 400 ekrur af
botni San Francisco-flóa. Fékk
borgin þenna hluta botns flóans
að leigu frá Cahforníu-ríki!
Nú hefir Bandarikjafloti tek-
ið eyjuna i sínar hendur og á
hún að vera hækistöð herskipa
og flugvéla. Margar byggingar
voru reistar á eyjunni vegna
sýningarinnar, sem að ofan get-
ur og mun flotinn geta notað
einar 17 þeirra.
Þarna á að æfa 5000 menn í
einu — í flugi, en ekki i sjó-
mennsku, því að það er fluglið
flotans, sem hefir fengið eyjuna.
Verksm. Fords eru byrjað-
ar framleiðslu á flugvéla-
hreyflum, sem er að öllu leyti
framleiðslaverkfræðinga þeirra,
sem Ford hefir í þjónustu sinni.
Hreyfillinn er 12 cylindra,
vökvakældur og mun vera mjög
góður, því að herinn rak mjög
á eftir að framleiðsla hans i stór-
um stíl væri hafin þegar i stað.
Hreyfillinn framleiðir 1800—
2000 hestöfl með 3600 snúning-
um á mínútu, en hann vegur
minna en eitt pund á hvert hest-
affl. Léttasti hreyfillinn, sem í
notkun er í Bandaríkjaliernuni,
vegur 1.2 pund á hestafl og er
það nokkur munur, þegar hest-
öflin skipta hundruðum og jafn-
vel þúsundum. Hinn aukni
kraftur hreyfilsins stafar af
þrýstingnum, sem alltaf er í
loftrásinni til vélarinnar, hvort
sem flogið er hátt eða lágt. Er
þrýstingurinn framleiddur af
útblæstri hreyfilsins.
Það er alveg nýtt fyrirbrigði,
að hafa aukinn þrýsting á
hreyflinum, þegar flogið er
niður við jörð, en það evkur
styrkleika lians um 100%.
Venjulegar Ford-aðferðir til
fjöldaframleiðslu á að nota við
framleiðslu þessa hreyfils. Ein
aðferðin er sú að steypa cyl-
indrana á annan liátt en áður.
Tekur það þriðjung hins fyrri
tíma með nýju aðferðinni.
h.