Rökkur - 15.07.1941, Page 13

Rökkur - 15.07.1941, Page 13
ROKKUR 141 / Allan þenna dag — 20. maí -—- var barizt. Flugvélar höfðu sig lítið í frammi, því að Þjóð- verjar urðu fyrst að vita um stöðu manna sinna. Engar okk- ar flugvéla voru uppi. Þær tvær síðustu voru eyðilagðar um morguninn og eftir það flaug engin brezk flugvél upp frá Krít. En fyrsta daginn urðum, við þess ekki varir, því að þetta var orusta manna gegn mönnum. Þegar skyggja tók gátu foringj- arnir tilkynnt: „Öllu er óhætt.“ Það var alveg rétt. Umhverfis Canea hafði árásin misheppnast algerlega. Tveir hópar af þrem, sem lentu umhverfis borgina, voru strádrepnir. gVIFFLUGURNAR, er höfðu lent á Alikituri höfðu lent á stórgrýti, sem ekki sást á loft- Ijósmvndum. Mennirnir i fjór- um þeirra höfðu beðið bana eða voru svo á sig komnir, að auð- velt var að kom,a þeim fyrir kattarnef. Aðeins dreifðir flolck- ar, sem þjáðust af þorsta, léku enn lausum hala. Það voru litl- ar líkur til þess, að þeir gæti hlýtt skipuninni, sem fannst a einum þeirra: „Sækið til borg- arinnar og takið alla þá gisla, sem þið getið.“ Annar hópur liafði komið niður hjá sjúkra-tjaldbúðunum miðja vegu milli Maleme og strandar. Þeir tóku hina særðu og létu þá ganga á undan til að skýla sér fyrir kúlnahríðinni. Þannig náðu þeir Galatos-þorpi —á leiðinni til Maleme — en eftir hádegið gerðum við gagn- áhlaup og náðum Galatos aftur, ásamt með hinum særðu, og hreinsuðum til þarna. Aðeins innan um olivutrén. 13 km. í suðvestur af borginni, var hópur fallhlífarhermanna, sem gat ógnað borginni, en gegn þeim var nægt lið og vel það. í Maleme gerðu Maoriar gagn- áhlaup um nóttina og hreins- uðu flugvöllinn alveg. í Retimo gerðu Ástralíumenn og Krít- verjar byssustingjaáhlaup og tókst að uppræta andstæðing- ana á öllum nema tveim stöð- um. Bæði í Heraklion og Re- timo höfðuro við flugvellina á okkar valdi. P| N svo rann miðvikudagur upp og þann dag kom það, sem átti að færa Þjóðverjum lokasigurinn — flugvélar. Því að nú hafði aðstaðan skýrzt svo, að þeir gátu notað flugvélar sín- ar gegn oss. í morgunsárinu fylltist loftið af orustu- og sprengjuflugvél-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.