Rökkur - 15.07.1941, Qupperneq 14

Rökkur - 15.07.1941, Qupperneq 14
142 ROKKUR um og frá jörðu stigu merkja- Ijós — hvít, rauð, græn — sem sýndu hvert ætti að beina vél- byssuskothríðinni, hvar væri þörf birgða og hvar ætti að varpa sprengjunum. Flugvélarnar steyptu sér yf- ir menn okkar, spúðu kúlna- straumunum á þá og vörpuðu sprengjum sínurn. Orustan milli brezkra hermanna og þýzkra hermanna var um það bil að enda, en orustan milli brezkra hermanna og þýzkra vígvéla að hefjast. Allan morguninn sá eg þess- um árásum haldið áfram. Eg hefi/fylgst með í fjórum stríð- um og herferðum — á Spáni, Finnlandi, Flandern og Grikk- landi — en hvergi gat að líta neitt eins og þetta. Því að hérna umhverfis Can- ea og Maleme var ekki um að ræða orustu heilla herja gegn þýzka flughernum. Þetta var orusta. 1000 manna sveita, sem urðu að gæta 10 km. langr- ar viglínu, gegn flugher, sem var algerlega einráður á sínu sviði. M hádegi á miðvikudag urð- um við að láta undan síga frá Maleme-flugvellinum, en fallbyssum okkar var enn mið- að á hann. Siðar um daginn sá- um við fyrstu herflutningaflug'- vélarnar koma utan af sjónum. Þær fóru lágt og sveimuðu eins og flugur yfir flugvellinum. Skyndilega hófu fallbyssur okkar söng sinn. í sjónauka mínum sá eg moldargusurnar upp úr flugvellinum.. Hvergi virtist vera þumlungur lands, sem byssurnar umturnuðu ekld hvað eftir annað. Stóru flugumar sveimuðu enn uppi. Svo reyndi ein að lenda, en var þá hæfð og gaus reykur upp úr henni. Fleiri rejmdu, en allt fór á sömu leið. En svo tókst einni að lenda slysalaust og andartaki síðar hóf hún sig til flugs aftur. „Sjö- tiu sekúndur til að iosa farm- inn“, sagði stórskotaliði við hlið mér. Fallbyssur okkar héldu uppi skothríðinni, en flugvélar héldu í sífellu uppi árásum á þær og skytturnar. Fleiri og fleiri flug- vélum tókst að lenda, þangað til þetta líktist áætlunarflug- ferðum. Þriðju hverja mínútu kom flugvél af hafi og stefndi á flug- völlinn. Guð má vita, hvernig mönnunum var innanbrjósts, þegar þeir sáu, hvað framund- an var, en þeir létu ekkert aftra sér, hvort sem það var ótti eða ofstæki, sem rak á eftir þeim. Þetta var miðvikudagskveld.

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.