Rökkur - 01.11.1942, Síða 4
244
RÖKKUB
fyrirskipunum. Loks var tekið fram, að Kristóbal Kólon væri
heimilað sigla skipum sínum úr höfn, er honum sýndist.
Þetta kom eins og skrugga úr heiðskíru lofti yfir íbúa hinnar
friðsælu smaborgar. Menn spurðu: Hver er þessi Kristóbal Kól-
on? Hvaðan var hann? Og — hver var tilgangurinn? Hvert átti
hann að sigla skipunum? Menn spurðu Martin Pinzon, vellauð-
ugan kaupmann, sem hafði auðgazt á sardínuverzlun, en vissi
að jafnaði um allt, sem gerðist, en i þetta slcipti var engu fróðari
en aðrir. Hann — og frændur hans mýmargir — þóttust að minnsta
kosti ekkert vita.
Daginn eftir skoðaði Kristóbal Kólon, ásamt bæjarráðinu í
Palos, allar snekkjur í höfninni, til þess að velja þær traustustu
og sjófærustu. Kristóbal Kolon skýrði nú frá því, að ekkert hefði
verið látið uppskátt um ferðina, nema að fyrirskipun hefði verið
gefin um að sigla beint í vestur. —
Menn voru ráðnir á skipin til tveggja mánaða og íbúar Palos
skyldu bera allt tjón, sem fyrir kynni að koma í leiðangrinum.
Þetta þótti mönnum harðir kostir sem vonlegt var og menn létu
í Ijós, að konungurinn gæti ekki krafizt svo mikils af hinum dyggu
og iðnu ibúum borgarinnar.
En það reyndist tilgangslaust að spyrja nokkurs frekara. Orða-
lag hinnar konunglegu tilskipunar var skýrt og ákveðið.
Menn reyndu með ýmsu móti að komast hjá að fara í leiðang-
urinn — út í blákalda óvissuna. Af þessu leiddi að undirbúningur
allur tók miklu lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir.
Þegar margar vikur voru liðnar tilkynnti Martin Pinzon, að
hann og bræður hans myndu taka þátt í leiðangrinum, og enginn
þyrfti að ala neinar áhyggjur. Það yrði valinn maður i hverju
rúmi og stjórn leiðangursins falin reyndum, dugandi manni.
Þetta dró mjög úr kvíða manna. Menn ályktuðu sem svo, að Mar-
tin Pinzon mundi ekki hætta á neitt, nema mikils auðs væri von,
og létu nú margir bindast af gróðafíkn.
Nú fór því fjarri, að Kristófer Kolumbus sæktist eftir því, að
slikur maður sem Martin Pinzon tæki þátt i leiðangrinum, en
það var ekki lagt nóg úr fjárhirzlu konungs til fararinnar,
og Kolumbus sjálfur varð að leggja af mörkum áttunda hluta
útgjaldanna, en Martin Pinzon bauðst til að leggja fram fé það,
sem á skorti, gegn þvi að hann fengi hlutdeild í ágóðanum. Kol-