Rökkur - 01.11.1942, Side 7

Rökkur - 01.11.1942, Side 7
RÖKKUR 247 Nú var gefin fyrirskipun um, að siglt skyldi til Kanarisku ejrj- anna. Eftir athugun á uppdráttum Toscanelli komust menn að þeirri niðurstöðu, að það mundi hyggilegast, að leggja upp þaðan í úthafsleiðangurinn til hinna ókunnu landa. I fyrstu sigldi Kolumbus með ströndum fram, til þess að unnt væri að leita í höfn, ef eitthvað yrði að á skipunum. Lagðist það í hann, að útbúnaðinum kynni í einhverju að vera áfátt, og kom það brátt í Ijós, því að á þriðja degi brotnaði stýrið á Pintu. En svo fór, að gera varð við stýrið til bráðabirgða í rúmsjó. Komið var við i Gomera, til þess að afla nýrra vista. Þar frétti Kolumbus, að pórlugölsk flotadeild væri á sveimi, til þess að ráðast á skip lians, því að Portúgalsmenn lögðu engan trúnað á það, að Kolum- bus ætlaði að leita ókunnra landa í vestri. Ef svo var — bvers vegna stefndi liann skipum sínum þá til Kanarisku eyjanna? Þegar siglt var meðfram ströndum Tenerife þ. 12. ágúst gaus eldfjallið þar á eynni. Glóandi hraunleðjan streymdi í sjó fram og gufumekkirnir stóðu liátt i loft upp. Urðu farmenn skelkaðir og töldu þetta slæman fyrirboða. Þ. 6. september var loks gefin fyrirskipun um að leggja á haf út — vestur á bóginn. Eftir skamma hrið datt á dúnalogn og í tvo sólarhringa var eng- inn bvr. Kolumbus óttaðist stöðugt árás af bálfu hins portúgalska flota, en huggaði sig við það, að herskipum Portúgalsmanna mundi ekki byrja betur en skipum hans sjálfs. Loks hvessti, seglin þöndust út, og var siglt hraðbyri í vestur- átt. í dögun þ. 9. september fór að bera á þvi, að kurr væri kom- inn í farmenn. Hvergi sást til lands. Þeim hafði verið sagt, að siglt yrði tii Cipango-eyjar, en enginn þeirra hafði lieyrt hana nefnda á nafn fyrr. Var ey þessi til — var verið að blelckja þá? Og ef fár- viðri skylli á, hvar yrði þá hægt að finna skjólgóða höfn? Það var erfitt að bæla niður kvíða þessara ómenntuðu og hjátrúarfullu manna, sem sumir voru hrottamenni og afbrota. Sjómönnunum liafði verið sagt, að til eyjarinnar væru 750 sjómílur. Fóru þeir nú að krefjast upplýsinga um það hve margar mílur væri siglt á dægri hverju, til þess að geta fylgst með sem bezt. Greip Kolumbus til þess ráðs, að hafa tvær logg-bækur, og frá þeirri’, sem hann sýndi sjómönnum, var þannig gengið, að vegalengdin var talin einum fimmla minni en hún í raun og veru var. Pinzon

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.