Rökkur - 01.11.1942, Page 8

Rökkur - 01.11.1942, Page 8
248 ROKKUR lét sér þetta vel líka, því að hann átti við sömu erfiðleika að stríða á sinu skipi. Þegar menn loks fóru að koma auga á þang og annan sjávar- gBÓður urðu menn vonbetri um, að ekki vær langt til lands. En ennþá liðu margir dagar, án þess að land kæmi í augsýn. Drottn- ingin hafði heitið þeim tíu pundum í verðlaun, sem fyrstur kæmi auga á land. Þ. 18. september sigldi Pinzon skipi sínu svo nálægt Santa Maria, að hann gat kallað til Kolumhusar, sem var orðinn vondaufur, að hann hefði séð hópa hvitra fugla á flugi, og kvaðst Pinzon mundi sigla skipi sinu i þá átt sem þeir flugu. Kolumbus var viss um, að þetta væri tilgangslaust, og er kvöld var komið var Pinta, skip Pinzons, komið á sinn stað í flotanum og ekkert hafði sézt riema meira þang sem flaut á sjónum. Kolumbusi var Ijóst, að Pinzon áformaði að verða fyrstur í þessu kapphlaupi — og nota aðstöðu sina eftir mætti til þess að mata krókinn. Kolumhus hafði frá upphafi vitað livað fyrir Pinzon vakti. Tvívegis hafði Pinzon látið hleypa af skoti úr fajlhyssu, til inerkis um, að land væri í augsýn. En í hvorugt skiptið rejmdist það rétt. Loks rann upp sá dagur, er skipunum hafði verið siglt 750 sjó- mílur, en hvergi sást land. Mikill urgur var í liðinu, en þó var ekki um samblástur að ræða. Pinzon stakk upp á að hengja „6—7 þorpara“, en Kolumbus kom í veg fyrir það. Hann vildi ekki að neitt gerðist, sem kæmi í veg fvrir áform hans, að komast sjóleiðis til Indlands. Loks virtist gæfan þeim hliðholl. Trjágrein með útsprungnum rósum á flaut fram hjá skipinu. Þetta glæddi vonir þeirra og eng- um varð nú svefnsamt. Þetta var að kveldi þess 11. október. Kol- umbus stóð í stýrishúsinu á Santa Maria. Um klukkan tvö um nóttiria sá hann ljós niðri við sjóndeildarhringinn. Það virtist hverfa annað veifið en sást alltaf aftur og aftur. Land, land! Menn hrópuðu einum munni: Land, land! Menn réðu sér ekki fyrir fögnuði, eftir sex vikna bið og kvíða. Sumir krupu á kné og þökkuðu guði, aðrir grétu, enn aðt'ir æptu, dönsuðu og létu skringilátum. Yínbirgðir voru sóttar í forðabúr skipanna, hljóðfærin tekin og slegið upp fagnaði. Og þvi nær sem

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.