Rökkur - 01.11.1942, Síða 11

Rökkur - 01.11.1942, Síða 11
«OKKUR 251 Vélsmiðjan Héðinn reisir stór- byggingu í Vesturbænum. Velsrmðjan Héðinn, sem nú hefir starfað í tuttugu ár, er að koma sér upp stórbyggingu í Vesturbænum fyrir framtíðar- starfsemi sína. Og nú, er félagið er nýbúið að starfa í 20 ár (1. nóv.) er þessi bygging svo vel á veg komin, að starfsemin verð- ur sennilega flutt þangað að mestu um áramótin næstu. Bygg- ing þessi stendur þar sem Seljavegur sameinast Mýrargötu. Hún er 80 metrar á lengd og liggur meðfram götubrún. Vélsmiðjan Héðinn hefir til þessa liaft aðalbækistöð sína í Miðbænum, en þar er fyrir löngu orðið of þröngt um hana, og liefir orðið að dreifa henni. koma upp birgðageymslu ann- arstaðar og verksmiðju. Eru þar framleidd kæliáhöld í fyrsti- hús, en Héðinn hefir tekið að sér að koma upp mörgum frystihúsum, og smíðar vél- smiðjan sjálf flestar vélar, sem í þeim eru notuð. Það voru þeir Bjarni Þor- steinsson vélfræðingur og Markús Ivarsson vélstjóri, sem stofnuðu Héðin, Keyptu þeir járnsmiðju Bjarnhéðins heitins Jónssonar við Aðalstræti og hef- ir aðalstarfsemin jafnan verið þar, unz breyting verður á, þeg- ar hin nýja bygging er fullgerð. Héðinn hefir lengi verið eitt af stórfyrirtækjum bæjarins og vinna að jafnaði á hans vegum upp undir 150 manns. Líkan af vei-ksmiðjubyggingunni.

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.