Rökkur - 01.11.1942, Síða 13

Rökkur - 01.11.1942, Síða 13
RÖKKUR 253 — eg sem vinn í námunni allan daginn!“ • Járnbrautarlestirnar i há- löndunum fara oft á „hæga- gangi“ — af ýmsum ástæðum. Hér er ein. Lestin stöðvaðist á afskektum stað — milli bæja. „Hvað er að?“ spurði einn farþeganna. „Tarfur á brautinni,“ sagði lestarstjórinn. Eftir nokkura bið var áfram haldið. En svo stöðvaðist lestin á nýjan leik. „Hvað er nú að?“ spurði far- þeginn. „Tarfur á brautinni?“ „Hvað —? Annar til?“ „Nei, sá sami“. ack London: FORNAR ÁSTIR Framli. „Við unnum“, sagði hann og sópaði til sin spilunum. „Ein gjöf enn og þá verður úr því skorið í hverra hlut það fellur að liöggva vökina.‘‘ í þessum svifum var barið að dyrum. „Það er engu líkara en að við ætlum ekki að fá að spila í friði.“ Hann opnaði dyrnar. „Hvað er að þér?“ Seinustu orðunum beindi hann að manni þeim, sem inn kom. Aðkomumaðurinn reyndi árangurslaust að hreyfa freðna kjálka sína. Það var bert, að hann hafði verið á ferð langar stundir langra daga. Yfinkjálka beinunum var hörundið svart af margendurteknu frostbiti. Frá nefbroddi að hökubrún var ísbrú, þó í gegnum hana væru göng frá nasaholunum. Voru þau mjó orðin og mun honurn hafa veitt erfitt að anda að sér nægilegu lofti gegnum þau. Um þau hafði líka runnið tóbakslögur, sem hafði frosið á útleið. Var ísbrúin því brún- leit að neðan og var hún í lag- inu eins og skeggg heiðurs- manna þeirra, sem Van Dyke málaði myndir af. Maðurinn hristi höfuðið eins og málleysingi, en það var glettni í augum lians. Hann færði sig nær ofninum til þess að þíða andlit sitt, svo hann

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.