Rökkur - 01.11.1942, Side 16
256
ROKKUB
fært að klífa þá, en það var erf-
iðléikum bundið.
Að kveldi þessa dags, er
dimmt var orðið, og þeir iiöfðu
hvílt sig af nýju og sátu reykj-
andi við bálið, kvörtuðu þeir
um hita. Þeim kom saman um,
að frostlaust væri orðið - - í
fyrsta skipti á misseri.
„Enginn hefir heyrt getið um
pardusdýr svona norðarlega,“
sagði Tom Daw og sló þar með
út í aðra sálma. „Skalli kallaði
það „cougar“. En eg skaut
mörg þeirra í Gurryhéraði í
Oregon. Eg er þaðan og við
kölluðum þau pardusdýr. Að
minnsta kosti er það sá stærsti
„köttur“, sem eg hefi nokkurn
tíma séð. Risaköttur — víst er
um það. Hvernig stendur nú á
því, að skepnan fer svona
langt frá stöðvum, esm kalla
mætti heimastöðvar hennar?“
Lindsay svaraði ekki. Iíink-
aði aðeins kolli. —
Skinnsokkar hans voru
liengdir upp til þerris á spýtum
nálægt bálinu. Gufumekkina
lagði upp úr skinnsokkunum.
Hundarnir hrokkinhærðu höfðu
lagzt í skafli og móktu. Ekkert
rauf þögnina nema þegar
snarkaði i eldinum.
— Lindsay hafði mókt. Hann
rauk upp með andfælum og
starði á Tom, sem kinkaði kolli
til hans og starði á móti. Þeir
lögðu allt í einu við hlustimar.
Úti í fjarskanum heyrðist háv-
aði, eins og þegar jarðhrun
byrjar í fjallshlið. Svo jókst
hávaðinn allt i einu og eftir
það var stöðugur skruðningur.
Það var eins og hávaðinn færð-
ist æ nær. Það var eins og þús-
und jötnar riðu um fjöllin, eins
og eitthvert reginafl sveigði
trén til jarðar, hristi þau, svo
að titringur færi um þau niður
í smæstu rótaranga.
Þeir vissu vel hvað þetta var,
Tom Daw og Lindsay.
Heit stinningsgola feykti upp
neistum og ösku úr hálinu.
Hundarnir vöknuðu, settust
upp og ýlfruðu.
„Chinook,“ sagði Tom Daw.
„Gilkvíslin hefir rutt sig,
geri eg ráð fyrir,“ sagði Lind-
say.
Framh.
Útgefandi: Axel Thorsteinson.
Afgreiðslu Rökkurs annast egfyrst um sinn heima hjá mér,
á Rauðarárstíg 36, sími 4558. — Við kl. 1—3 virka daga. —
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f.