Fréttablaðið - 09.02.2023, Page 2
6,1
milljón króna kostaði
bjórkælirinn á Eið-
istorgi.
Tímamótunum fagnað
Blásið var til veislu í Vin, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, í tilefni afmælis starfseminnar í gær. Um tíma virtist sem svo að það ætti að leggja niður at-
hvarfið á síðasta ári en Reykjavíkurborg dró í land. Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir gesti setursins
og heimsækja hundrað einstaklingar Vin reglulega. Fréttablaðið/Valli
Ylvolgur bjór bíður gesta og gangandi á Eiðistorgi en vínkælirinn sem þar átti
að vera og koma upp árið 2021 er ekki enn kominn í gagnið. Fréttablaðið/Ernir
Vínbúðin á Eiðistorgi er
ein fárra vínbúða sem selja
ylvolgan bjór og vín. Unnið
er að lausn sem gæti virkað
fyrir alla, bæði íbúa og gesti
Vínbúðarinnar.
benediktboas@frettabladid.is
Samfélag „Við erum að vinna með
leigusala og húseigendum að lausn
og vonum að sjálfsögðu að kælir
verði kominn í gang sem fyrst,“
segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir,
aðstoðarforstjóri ÁTVR, en ekki er
enn hægt að fá kaldan bjór í Vín-
búðinni á Eiðistorgi.
Saga bjórkælisins sem var settur
upp í miklum endurbótum á búð-
inni í september 2021 hefur verið
lengi til umræðu og umfjöllunar.
Íbúar á Eiðistorgi kvörtuðu undan
hávaða frá kælibúnaði og hefur
ekki enn fundist lausn á því að
gestir Eiðistorgs geti fengið kaldan
bjór eða vín heldur aðeins bjór við
stofuhita – eitthvað sem er ekki
gott.
„Því miður liggur endanleg lausn
ekki fyrir enn þá,“ segir Sigrún.
Vínbúðin á Eiðistorgi er ein
fárra Vínbúða sem bjóða ekki upp
á kaldan bjór í verslun sinni. Vín-
búðin í Austurstræti er önnur búð
sem býður ekki upp á kaldan bjór
en annars er hægt að fá bjór eða
hvítvín kalt út úr búð nánast hvar
sem er.
Vínbúðin á Eiðistorgi var endur-
bætt og stækkuð árið 2021 og
kælinum umdeilda komið fyrir. Í
kjölfarið komu fram kvartanir frá
íbúum um að það væri ónæði frá
kælibúnaði. „Íbúar voru ekki mér
vitanlega á móti kælinum sem slík-
um heldur var ónæði vegna kæli-
búnaðar mótmælt,“ segir Sigrún.
Hún segir að allt sé gert til að
koma kælinum í gagnið enda sé
allt klappað og klárt til að stinga í
samband til að kæla vörurnar sem
mörgum finnst svo gott að teyga.
„Allt frá þeim tíma hefur ÁTVR
beðið eftir lausn frá leigusala um
staðsetningu á kælibúnaði sem
trufli ekki íbúa hússins,“ segir hún.
Gestir Vínbúðarinnar á Eiðistorgi
þurfa því að bíða áfram eftir að
geta keypt sér kaldan bjór. n
Seltirningar þurfa að bíða
áfram eftir köldum bjór
ser@frettabladid.is
Reykjavík Starfsmenn á vegum
verktakafyrirtækisins Ef lu tóku
sýni í Vesturbæjarskóla í Reykjavík
á mánudag vegna gruns um að þar
leyndist mygla.
Samkvæmt heimildum blaðsins
munu kennarar og aðrir starfsmenn
við skólann hafa kvartað undan
krankleika sem þeir ætla að stafi af
rakaskemmdum í húsinu.
Vesturbæjarskóli var reistur um
aldamótin síðustu og viðbygging
við hann var tekin í notkun 2018.
Ætla má að niðurstöður úr rann-
sókn Ef lu liggi fyrir innan mán-
aðar. n
Grunur um myglu í Vesturbæjarskóla
Vesturbæjarskóli var reistur um aldamótin. Mynd/daníEl rúnarsson
Frá vettvangi brunans.
Fréttablaðið/anton brinK
lovisa@frettabladid.is
félagSmÁl Smáhýsið sem kviknaði
í í gærmorgun er ónýtt. Smáhýsið
er staðsett úti á Granda og er í eigu
Félagsbústaða. Er það hluti af þyrp-
ingu húsa úti á Granda fyrir heim-
ilislausa einstaklinga.
Reykjavíkurborg getur ek k i
gefið upplýsingar um hvort ein-
staklingnum sem bjó í húsnæðinu
hafi verið fundið annað húsnæði.
Í svari til Fréttablaðsins kemur
fram að almenna reglan sé sú að
ef íbúi í félagslegu húsnæði missir
skyndilega heimili sitt, svo sem
eins og eftir bruna, þá sé allt kapp
lagt á að koma viðkomandi í skjól
og úthluta öðru húsnæði sem allra
fyrst.
Íbúar í smáhýsum hafa hver sinn
ráðgjafa og fá stuðning VoR-teymis
Reykjavíkurborgar (Vettvangs- og
ráðgjafarteymi). n
Smáhýsið ónýtt
og íbúa komið í
annað húsnæði
Sigrún Ósk
Sigurðardóttir,
aðstoðarfor-
stjóri ÁTVR
2 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 9. FeBRúAR 2023
fiMMTUDAGUr