Fréttablaðið - 09.02.2023, Síða 6
Auknar skattaálögur sem
ESB er með á borðinu til
varnar hnattrænni hlýnun
gætu leikið millilandaflug
flugfélaga grátt hér á landi
og skaðað þjóðarframleiðslu
verulega. Katrín Jakobsdóttir
falast eftir undanþágu til að
greiða ekki gjöldin.
bth@frettabladid.is
umhverfismál Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra segir ekki vand-
ræðalegt fyrir sig sem formann
flokks sem kennir sig við umhverf-
isvernd að hún hafi sent Ursulu von
der Leyen, forseta framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, bréf
þar sem farið er fram á fríar los-
unarheimildir í f lugi sem teygir sig
lengra en 500 kílómetra frá Íslandi.
Bréfið er viðbrögð við fyrir-
huguðum breytingum ESB um
aukna skattlagningu vegna losunar
gróðurhúsalofttegunda í f lugi. Til-
lögurnar koma sérlega illa við Ísland
efnahagslega.
Katrín skrifar í bréfinu að Ísland
styðji markmið áætlunar ESB um að
minnka losun um 55 prósent fyrir
árið 2030 en segist hafa þungar
áhyggjur af tillögum um losun
vegna f lugs sem f lokkað er undir
ETS, viðskiptakerfi ESB.
„Þetta bréf snýr eingöngu að flug-
samgöngum,“ segir Katrín í samtali
við Fréttablaðið. „Tilgangur breyt-
inganna er að beina fólki í lestir eða
almenningssamgöngur í stað þess
að fara í f lug. Við Íslendingar erum
aftur á móti með þá sérstöðu að við
getum ekki nýtt aðra samgöngu-
kosti en flug frá landinu.“
Katrín segir að engar beinharðar
umhverfisvænar lausnir hafi komið
fram er varði f lugvélaeldsneyti í
lengri f lugferðum. „Þessi aðferða-
fræði bitnar því hlutfallslega verr á
okkur en nokkru öðru landi.“
ETS er meginstjórntæki ESB á
sviði loftslagsmála, ætlað að skapa
hagrænan hvata í þeim tilgangi
að draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda.
Ef tillögur ESB verða að veruleika
gætu áhrifin orðið mjög alvarleg
fyrir f lugiðnað Íslands og efnahag
þjóðarinnar. Aukinn kostnaður
vegna umhverfisskatta yrði íþyngj-
andi fyrir f lugfélög með aðsetur á
Íslandi að því er segir í bréfi Katr-
ínar. Breytingarnar skapi óhag-
ræði í samkeppni flugfélaga, staða
alþjóðaf lugvallarins í Kef lavík
kunni að skerðast verulega og nei-
kvæð áhrif orðið á tengiflug.
„Sem eyja í Norður-Atlantshafi
er Ísland mjög háð f lugi,“ skrifar
Katrín í bréfinu sem barst forseta
Þessi aðferðafræði
bitnar því hlutfallslega
verr á okkur en
nokkru öðru landi.
Katrín Jakobs-
dóttir, forsætis-
ráðherra
Þetta eru nokkur tilvik
og nokkrir einstakling-
ar þar sem grunur er
um vopnalagabrot.
Ólafur Þór Hauksson,
héraðssaksóknari
0
1.000
2.000
3.000
Ís
la
nd
Ký
pu
r
M
al
ta
Sp
án
n
Po
rt
úg
al
Bú
lg
ar
ía
G
rik
kl
an
d
Rú
m
en
ía
Br
et
la
nd
Fi
nn
la
nd
U
ng
ve
rja
la
nd
Írl
an
d
Be
lg
ía
Ít
al
ía
Li
tá
en
Sl
óv
ak
ía
H
ol
la
nd
Pó
lla
nd
Sv
íþ
jó
ð
Þý
sk
al
an
d
D
an
m
ör
k
Fr
ak
kl
an
d
Sv
is
s
Kr
óa
tía
Té
kk
la
nd
Au
st
ur
rík
i
N
or
eg
ur
Le
tt
la
nd
Lú
xe
m
bo
rg
Ei
st
la
nd
Sl
óv
en
ía
samanber markmið um 55 prósenta minni losun,
upphæðin reiknuð í dollurum.
Áætlaður meðaltalskostnaður í flugi árið 2025
n ETS n Skattur n SAF
lovisa@frettabladid.is
DÓmsmál Mál föður ríkislögreglu-
stjóra, Guðjóns Valdimarssonar, og
annarra einstaklinga vegna gruns
um vopnalagabrot er enn opið og
verður mögulega sent aftur til lög-
reglu til rannsóknar.
Málin komu öll upp við rannsókn
á meintum skipulögðum hryðju-
verkum þeirra Sindra Freys Birgis-
sonar og Ísidórs Nathanssonar.
Lögreglan gerði húsleit á heimili
Guðjóns í tengslum við rannsókn-
ina og tók af honum skýrslu en hann
hefur áratugum saman stundað
vopnasölu og vopnasöfnun. Á heim-
ili hans fundust á fjórða tug vopna
sem hann gat ekki gert grein fyrir.
„Það er enn opið og ekki búið að
taka ákvörðun um það,“ segir Ólafur
Þór Hauksson héraðssaksóknari um
mál föður ríkislögreglustjóra. Hann
segir að hluti málanna fari að öllum
líkindum aftur til Lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu vegna þess að
þar liggur rannsóknarforræði og
ákæruforræði vopnalagabrota.
„Þegar þetta kemur hingað var
óljóst hvernig eða hvort þetta tengd-
ist og svo er þetta rannsakað og
þetta er ekki hluti af efnisákærunni
sem var að enda gefin út í hryðju-
verkamálinu,“ segir Ólafur og að
málin verði ekki afgreidd með þeim.
Hann segir að samtal við lög-
regluna sé hafið. Hann segir nokkra
grunaða um brot á vopnalögum.
„Þetta eru nokkur tilvik og nokkr-
ir einstaklingar þar sem grunur er
um vopnalagabrot,“ segir hann og
að aðallega séu einstaklingarnir
grunaðir um vopnalagabrot en þó
einnig önnur brot. Héraðsdómur
vísaði á mánudag frá þeim ákærum
er snúa að grunuðum hryðjuverk-
um þeirra Sindra og Ísidórs. Héraðs-
saksóknari hefur frest þar til í dag
til að kæra úrskurð héraðsdóms. n
Mál Guðjóns mögulega
sent aftur til lögreglu
Skotvopn sem lögreglan haldlagði og sýndi í september. Fréttablaðið/Valli
helgisteinar@frettabladid.is
hollanD Alþjóðlegir rannsakend-
ur segja að allar vísbendingar bendi
til þess að Vladímír Pútín hafi
útvegað eldflaugina sem grandaði
f lugvél Malaysian Airlines númer
MH17 árið 2014.
Farþegaf lugvélin var á leið frá
Amsterdam til Kúala Lúmpúr með
300 farþega um borð þegar hún var
skotin niður af aðskilnaðarsinnum
í austurhluta Úkraínu.
Saksóknarar í málinu segjast búa
yfir sönnunargögnum þess efnis að
Pútín hafi útvegað skæruliðunum
vopnin en ekkert bendi til þess að
Rússar hafi skipað þeim að granda
f lugvélinni.
Rannsakendur greina frá síma-
upptökum á milli rússneskra emb-
ættismanna og skæruliða í Donbas-
héraðinu þar sem þeim er sagt að
ákvörðun um vopnaveitingu liggi
fyrir hjá forseta landsins. Þeir segja
einnig að beiðni þeirra um háþróuð
vopn hafi verið samþykkt af Pútín.
Teymið hafði vonast til að geta
borið kennsl á mennina sem sáu
um að skjóta eldflauginni sjálfri en
viðurkenndu að það væri ómögu-
legt að svo stöddu.
R a nnsók na r tey mið sa ma n-
stendur af fólki frá Hollandi, Ástr-
alíu, Belgíu, Malasíu og Úkraínu,
en það voru þegnar þessara landa
sem urðu verst úti þegar f lugvélin
var skotin niður. n
Líklegt að Pútín hafi
útvegað eldflaugina
Tjibbe Joustra, formaður hollensku flugslysanefndarinnar, stendur við brak
flugvélarinnar sem skotin var niður árið 2014. Fréttablaðið/EPa
Segir sérstöðu Íslands kalla
á afslátt af losunargjöldum
Forsætis-
ráðherra er
ómyrkur í máli
í bréfi til Ursulu
von der Leyen.
Blikur eru á lofti í rekstri íslenskra millilandaflugfélaga að óbreyttu
Fréttablaðið/Eyþór
framkvæmdastjórnar ESB í fyrra-
sumar.
Orðið „hættuástand“ er notað í
bréfi Katrínar og rætt um alvarlegar
afleiðingar fyrir efnahag og tengsl
Íslands við önnur lönd. Um 14 pró-
sent þjóðarframleiðslunnar eru háð
flugiðnaði hér á landi.
Í skjölum sem Katrín sendir með
bréfinu fylgja nokkrar sviðsmyndir,
gröf sem renna stoðum undir þá
staðhæfingu að breytingarnar bitni
harðast á Íslandi.
„Nei, það tel ég ekki vera,“ segir
Katrín, spurð hvort það sé vand-
ræðalegt fyrir hana sem formann
flokks sem kennir sig við umhverf-
isvernd að falast eftir undanþágu
frá aðgerð sem ætlað er að minnka
losun og hamla gegn hlýnun lofts-
lags.
Forsætisráðherra segir að ef hún
gæti sagt landsmönnum að taka
lest eða strætó þegar við ferðumst
til útlanda kynni málið að horfa
öðruvísi við. n
6 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 9. FeBRúAR 2023
fiMMtUDAGUr