Fréttablaðið - 09.02.2023, Side 10

Fréttablaðið - 09.02.2023, Side 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Lamandi hönd hins opinbera er að herða tök sín á samfélag- inu. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Skilaboð ráðandi afla við ríkisstjórnar- borðið eru skýr: blásum glæðum í verð- bólgubálið, gerum heimilunum erfiðara um vik að ná endum saman, sem eykur enn frekar á vaxtabyrðina svo hvorki unga fólkið né aðrir landsmenn eigi möguleika á að verða sér úti um húsnæði á viðráðanlegum kjörum, en það hægir vitaskuld á smíði nýrra íbúða og leggur stein í götu verktaka. Skýrari geta skilaboðin ekki verið. Lamandi hönd hins opinbera er að herða tök sín á samfélaginu. Gjaldahækkunarhrina hins opinbera lýsir eindregnum ásetningi; eldsneytisgjaldið er hækkað, bifreiðagjöldin eru hækkuð og áfengis- gjaldið er hækkað, allt á sama tíma – og allt í þágu ríkissjóðs sem á með þessum hætti að hafa tólf milljarða af alþýðu fólks sem margt hvert nær ekki endum saman sakir óheyrilegra verð- hækkana á mat og lyfjum, húsnæði og öðrum nauðsynjum. Þar fyrir utan hefur ríkið engan áhuga á að halda aftur af verðþenslunni á landbúnaðar- vörum, þótt það hafi stjórntæki til þess arna. Það skal öllu velt út í verðlagið. Gömlu víxl- verkun kaupgjalds og verðlags skal hleypt eins og stirðbusalegum beljum út á tún. Viðvarandi vaxtahækkanir, sem virðast vera einu viðbrögðin við endalausum gjaldskrár- hækkunum, munu svo leiða til hækkunar á vísitölu neysluverðs, en æ meiri dýrtíð á húsa- leigumarkaði vegur þar þungt, þrátt fyrir að húsnæðisverð sé farið að lækka. Hringavitleysan á Íslandi snýst af gamalkunnu stjórnleysi. Á sama tíma er engin viðleitni til að gæta hófs í ráðningum og kjarabótum. Þvert á móti sogar ríkisvaldið til sín mannskap úr einkageiranum sem getur ekki lengur keppt við ríkisfyrirtæki um laun og kjör. Nú er svo komið að einkaframtakið á Íslandi efnir til ráðstefnu með einkar lýsandi nafngift yfir stöðu mála á Íslandi: Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Og svarið er jú! Og það er vegna þess að það er búið að snúa öllu á hvolf í landinu. Ríkið, sem áður gekk á undan með góðu for- dæmi í aðhaldi og sparnaði, dregur nú bæði launavagninn á harðaspretti og fjölgar í liði ríkisstarfsmanna sem aldrei fyrr. Einkageirinn horfir gáttaður upp á þessi umskipti, en honum er svarað því einu að svona hátti bara til í samfélaginu, eftir faraldurinn og niðursveifluna sem honum fylgdi sé eðlilegt að launafólk leiti ásjár og öryggis hjá fyrirtækjum hins opinbera sem aldrei þurfa að hagræða, hvað þá að segja upp fólki, eins og blasir við á berangri einkarekstursins. Svona er nú komið fyrir vinstristjórn Sjálf- stæðisflokksins. n Skýr skilaboð Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra Umræða um mismunandi orkukosti hefur aukist undanfarna mánuði og þekking almennings er meiri. Einnig styttist í að starfshópur um vindorku skili niðurstöðum sínum. Í umræðu um mismunandi orku- kosti er mikilvægt að við áttum okkur á stærðunum sem um ræðir. Það var gífurlega mikilvægt skref að rjúfa kyrr- stöðuna sem hafði varað í tæpan áratug þegar við samþykktum þriðja áfanga rammaáætlunar í fyrra. Í þriðja áfanganum voru 214 MW sett í nýtingarflokk í vatnsafli, 220 MW í vindorku og 865 MW í jarðvarma. Áform um framkvæmdir í jarðvarma fara þó fyrst og fremst í að anna aukinni eftirspurn eftir heitu vatni til húshitunar og þar eru mjög stór verkefni fram undan. Stærsta vatnsaflsvirkjun landsins er Fljótsdalsstöð, oftast nefnd Kárahnjúkavirkjun. Uppsett afl Kára- hnjúkavirkjunar er 690 MW. Það má öllum vera ljóst að það eru engin teikn á lofti um slíkar framkvæmdir á næstu áratugum. Hvað er í kortunum Einu framkvæmdirnar sem lagt verður í og munu mögulega komast í notkun fyrir árið 2030 er nýting vatnsafls í Hvammsvirkjun og nýting vindorku í Búr- fellslundi. Uppsett afl Hvammsvirkjunar er 95 MW og Búrfellslundar 120 MW. Grænbókin um stöðuna í orkumálum gerir ráð fyrir að við þurfum 650 MW fyrir 2030 og 3.000 MW til þess að ná fullum orkuskiptum. Þá erum við að tala um uppsett afl sem er hámarksafl en nýtingin er mis- munandi eftir orkukostum. Langtum meiri í vatnsafli og jarðvarma en vindorku. Hafa skal í huga að ákveðið hefur verið að stækka virkjanir um 190 MW og vonir standa til að bætt orku- nýting skili 120 MW en það breytir ekki því að það þarf meiri græna orku. Það liggur í augum uppi að erfitt verður að ná sam- félagslegri sátt um að virkja 30 vatnsaflsvirkjanir á stærð við Hvammsvirkjun á næstu árum. Það er ljóst að við munum þurfa að framleiða meiri græna orku og fara betur með orkuna okkar til þess að ná settum markmiðum um 55% samdrátt í losun á beina ábyrgð Íslands og kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. n Orkulæsi eykst Í umræðu um mis- munandi orkukosti er mikil- vægt að við áttum okkur á stærð- unum sem um ræðir. benediktboas@frettabladid.is Eftirlit með eftirliti Eftirliti er ábótavant á Íslandi. Hvert sem litið er vantar eftirlit. Hægt er að byrja á fiskeldinu þar sem ný skýrsla bendir á skort á eftirliti. Fiskeldi á Íslandi er bara eins og villta vestrið. Það er ekkert eftirlit með því. Allir mega gera bara það sem þeir vilja enda enginn að fylgjast með. Það á að fylgjast með en enginn gerir það. Það er svolítið galin pæling. Byggingariðnað- inn sárvantar eftirlit. Þar vaða fúskarar og kennitöluflakkarar uppi með myglu og leka og uppáskrift hins opinbera sem verðlaunar þá með byggingu nýs Landspítala, eins og dæmin sanna – sem er hálf galið. Hver trúir? Lestri Fréttablaðsins í gær fylgdi ákveðinn ömurleiki þar sem fjallað var um slælegt eftirlit með slátrun kjúklinga. „Þar að auki er eftirlit með skoðun fugla eftir slátrun slakt,“ segir í skýrslu Eftirlitsstofnunar ESA sem vitnað var til í frétt blaðsins. Að sjálfsögðu hefur Matvælastofnun svarað þessum fullyrðingum um málið með tilkynningu þar sem segir að stofnunin hafi brugðist hratt við athugasemdunum og bætt úr ákveðnum þáttum. Já, ein- mitt. Það er enginn að trúa þessum fullyrðingum. Starfs- fólk þar er alveg jafn vonlaust og annars staðar hjá bákninu þegar eftirlit er annars vegar. Það er ekkert. n „Það er svo gott að tala við einhvern sem hefur farið í gegnum svipaða reynslu“ lifidernuna.is Kolluna upp fyrir öll sem berjast við krabbamein og aðstandendur! 10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 9. FeBRúAR 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.