Fréttablaðið - 09.02.2023, Page 24
Ég veit að þetta hefur
tekið mikinn tíma en
hvað varðar ferlið sjálft þá
hefur það í raun gengið
mjög snurðulaust fyrir
svona stóra bók með svo
flókna sögu.
Merkisatburðir |
Elsku hjartans eiginmaður minn, pabbi
okkar, tengdapabbi, afi og sonur,
Gunnar Óli Jónsson
andaðist 28. janúar 2023. Hann verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 10. febrúar klukkan 10.30.
Ólöf Guðmundsdóttir
Berglind Unnur Gunnarsdóttir
Guðmundur Þór Gunnarsson Hera Fjölnisdóttir
Alex, Emma, Maya, Viggo, Emil og Kría
Unnur Ólafsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Kristinn Daníel Hafliðason
vélstjóri,
lést 24. janúar á Sóltúni.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 13. febrúar kl. 13.
Innilegar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins
Sóltúns fyrir góða umönnun og hlýhug.
Halldóra Kristín M. Guðmundur R. Þórisson
Kristinsdóttir
Hafliði Brands Kristinsson Natthanicha Catchama
Lárus Lárusson Anna Jóna Óskarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
1822 Haítí ræðst inn í Dóminíska lýðveldið.
1895 William G. Morgan finnur upp leikinn Mintonette,
sem verður síðar kallaður blak.
1942 Japanir gera loftárás á borgina Darwin í Ástralíu.
1959 Togarinn Júlí ferst við Nýfundnaland og með
honum þrjátíu manna áhöfn.
1964 Bítlarnir koma í fyrsta skipti fram í The Ed Sullivan
Show.
1975 Sojús 17 snýr aftur til jarðar með tvo geimfara sem
sett höfðu met í dvöl í geimnum, 29 daga og 13
tíma.
1981 Breski leikarinn Tom Hiddleston
fæddur.
1981 Forsætisráðherra Póllands, Józef
Pińkowski, segir af sér.
Herforinginn Wojciech
Jaruzelski tekur við af
honum.
1984 Bankarán er framið í
útibúi Iðnaðarbankans
í Breiðholti í Reykjavík.
Maður með lambhús-
hettu rænir rúmlega
300 þúsund krónum.
Hann hefur aldrei náðst.
1987 Fyrsti þáttur Spaugstofunnar sýndur á RÚV.
1991 Litáar velja sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu.
1996 Frumefnið kópernikín er búið til með samruna
kjarna blýs og sinks.
2001 Bandarískur kafbátur sökkvir óvart japönsku fiski-
skipi.
2005 Fjörutíu manns særast í sprengjuárás Frelsissam-
taka Baska á ráðstefnuhöll í Madríd.
Vasarė tók við stöðu forvarðar Árnastofnunar árið 2017. Myndir/Sigurður St. JónSSon
Innkaup á efnum urðu erfiðari í covid.
Löngu viðgerðarferli á Flateyjar-
bók er næstum lokið. Forvörður
Árnastofnunar segist finna
fyrir miklum heiðri og ábyrgð
að annast jafnmikinn menn-
ingararf.
arnartomas@frettabladid.is
Flateyjarbók, einn helsti dýrgripur í
handritasafni Árnastofnunar, hefur
gengist undir langt viðgerðarferli á
undanförnum áratugum. Verkefninu,
sem hlotið hefur stuðning frá hollvina-
samtökunum Vinir Árnastofnunar og
ríkisstjórn Íslands, hefur miðað vel og
nú er stutt í að handritið klæðist nýrri
kápu.
Í tilefni þess að nú fer að sjá fyrir
endann á þessu mikla forvörsluverkefni
verður blásið til málþings á föstudag
þar sem meðlimir úr teyminu og aðrir
sérfræðingar munu taka til máls.
„Í stuttu máli hófst þetta ferli árið
1994 þegar Sigurgeir Steingrímsson
tók eftir skemmdum á bindinu,“ segir
Vasarė Rastonis, forvörður Árnastofn-
unar, sem annaðist viðgerð á hand-
ritinu. „Hann sá f ljótt að þörf væri á
aðstoð og leitaði til forvarðarins Chri-
stopher Clarkson heitins til að fram-
kvæma ástandskönnun á handritinu og
fá ráðleggingar um hvað þyrfti að gera.“
Þótt viðgerðarferlið hafi tæknilega
séð staðið yfir síðan þá útskýrir Vasaré
að ekki hafi verið unnið að því statt og
stöðugt síðan. Aðrar ástandskannanir
voru gerðar á handritinu árið 2007 og
svo aftur 2013.
Vasaré tók við stöðu forvarðar Árna-
stofnunar 2017 og hóf stuttu síðar að
vinna að viðgerðarferlinu. Hún á erfitt
með að koma í orð þeim tilfinningum
sem fylgja því að vinna með menning-
ararf á borð við Flateyjarbók. „Þetta
er bæði mikill heiður og um leið mikil
ábyrgð,“ segir hún.
Viðgerðarferlinu er nú næstum lokið
en Vasaré segir að beðið sé eftir leðri til
þess að hjúpa bókina sinni nýju kápu
sem eru leðurklædd tréspjöld. Aðspurð
um hverjar helstu áskoranirnar hafa
verið á þessum tíma segir hún að vinn-
an hafi í raun gengið frábærlega.
„Ég veit að þetta hefur tekið mikinn
tíma en hvað varðar ferlið sjálft þá
hefur það í raun gengið mjög snurðu-
laust fyrir svona stóra bók með svo
f lókna sögu,“ segir hún en bendir þó á
að það sé ekki auðvelt að velja réttan
efnivið í samræmi við sérstöðu hand-
ritsins. „Með fullri virðingu fyrir Bau-
haus þá vildum við ekki fara þangað
til að kaupa viðarplanka, við vorum að
leita að sérstöku efni. Vegna Covid gat
verið erfitt að geta ekki farið til annarra
landa til að kaupa efni en á endanum
tókst þetta allt saman frábærlega.“
Málþingið hefst klukkan 13.00 í
Veröld - húsi Vigdísar á morgun þar
sem Vasarė mun fjalla ítarlegar um
viðgerðarferlið. Þá verða einnig f lutt
erindi um sögu handritsins, efnahags-
legar forsendur fyrir gerð þess á sínum
tíma og það efni sem til þurfti, bókfell,
blek, litarefni og annað. n
Flateyjarbók í sínu fínasta pússi
Merkilegt handrit
Flateyjarbók er stærst íslenskra
skinnbóka, alls 225 síður, og var að
stærstum hluta skrifuð á árunum
1387 og 1394. Bókin er nefnd eftir
Flatey á Breiðafirði þar sem Brynj-
ólfur Sveinsson biskup fékk hana frá
Jóni Finnssyni árið 1647. Flateyjar-
bók inniheldur mikinn fjölda sagna,
flestar um norska konunga, á vel
skrifuðum síðum með skreyttum
upphafsstöfum.
Danakonungur fékk bókina að gjöf
árið 1656 og varð það Íslendingum
mikið kappsmál í seinni tíð að fá
Flateyjarbók ásamt öðrum hand-
ritum heim til Íslands. Flateyjarbók
og Konungsbók var að lokum skilað
til Íslands við hátíðlega athöfn 21.
apríl 1971. Þá afhenti Helge Larsen,
menntamálaráðherra Dana, hana
Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráð-
herra með orðunum: „Vær så god!
Flatøbogen“.
16 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 9. FeBRúAR 2023
FImmtUDaGUR